Skip to main content
FjarfundirFréttir

Miklu meira en mögulegt – bíósýning á netinu

 

Verið velkomin á ókeypis netviðburð í boði Hearing Voices Iceland og Hugarafls!

Við ætlum að sýna heimildarmyndina Beyond possible: How the hearing voices approach transforms lives og ræða saman um Hearing Voices nálgunina. Myndin er á ensku og samtalið okkar mun fara fram á íslensku. Heimildarmyndin kynnir til sögunnar Hearing Voices nálgunina og hvernig hún hefur stækkað heimsmynd okkar og hugmyndir um hvað sé mögulegt. Myndin var fjármögnuð af Foundation for Excellence in Mental Health Care.

Langar þig að vita meira um líf þeirra sem heyra raddir, sjá sýnir eða lifa með tengdum skynjunum? Hvað um Hearing Voices nálgunina, um hvað snýst hún? Kíktu þá á viðburðinn okkar í gegnum zoom þriðjudaginn 26. maí kl. 17-18:15.

Fylgið eftirfarandi hlekk til að koma á zoom viðburðinn. Hlekkurinn virkjast 5-10 mín fyrir viðburðinn:
https://us02web.zoom.us/j/89403090199?pwd=SUJDUnZnaytxdzlzeml2N01VT3Jvdz09
Meeting ID: 894 0309 0199
Password: 008593

Stuttlega um Hearing Voices nálgunina:
Hearing Voices nálgunin varð til í Hollandi árið 1987 með samstarfi Patsy Hage (manneskju sem heyrði raddir), Marius Romme (geðlæknis) og Söndru Escher (vísindablaðamanns). Þau gerðu sér grein fyrir því að þjónusta sem gerir ráð fyrir að óhefðbundnar upplifanir af heiminum séu merki um „geðsjúkdóm“ og leitast við að stöðva þær skynjanir ná sjaldan að veita fólki raunverulegan stuðning í krísu. Þau ákváðu því að finna aðrar leiðir til að takast á við erfiðar skynjanir og veita fólki stuðning.