Skip to main content
Greinar

Meiri hamingja með Omega -3 fitusýrum

By febrúar 20, 2014No Comments

Þeir sem taka reglulega inn Omega -3 fitusýrur eins og finnast í fiski, búa við betri líðan sem og stöðugra sálarlíf, heldur en þeir sem ekki fá reglulega Omega-3 fitusýrur.

Rannsakendur við Háskólann í Pittsburgh uppgvötuðu nýlega að þeir sem höfðu lítið magn af omega-3 fitusýrum í blóðinu voru yfir höfuð hvatvísari og höfðu neikvæðari sýn á lífið og sjálfan sig og áttu jafnvel við vægt þunglyndi að etja.

Aftur á móti voru þeir þáttakendur sem höfðu hátt hlutfalla af Omega-3 í blóðinu yfirleitt mun sáttari við sjálfan sig og lífið. Niðurstöurnar af rannsókninni voru kynntar á málþingi bandarísku samtakanna um sálvefræna sjúkdóma í mars 2006.

Til eru nokkrar rannsóknir sem birst hafa að undanförnu sem virðast benda til þess að lágt hlutfall Omega-3 í blóðinu sé algengt hjá þeim sem þjást af alvarlegum sálrænum sjúkdómum eins og þunglyndi, geðklofa, vímuefnafíkn og ofvirkni.

Aftur á móti eru fáar rannsóknir sem sýna fram á að þeir sem búa við gott andlegt heilbrigði hafi yfirhöfuð nokkuð hátt hlutfall af Omega-3 fitusýrum í blóðinu. Talið er að þessi rannsókn muni opna dyrnar að fleiri sambærilegum rannsóknum á áhrifum Omega-3 fitusýrum á geðheilsu fólks hvort heldur sem þær eru fengnar úr fiski eða teknar inn í formi lýsis.

APA