Skip to main content
Geðheilbrigðismál

María ber skart sem er sérhannað fyrir Eurovision og fer í almenna sölu til styrktar Hugarafls.

By apríl 24, 2015No Comments

MÓ
Skartið sem María Ólafsdóttir mun bera í lokakeppninni í Vín er hannað af vöruhönnuðinum Sunnu Dögg Ásgeirsdóttur og smíðað af Jóni & Óskari. Skartið sem ber nafnið María, er bæði hálsmen, armband og hringur og sýnir fiðrildi sem eru einkennistákn lagsins Unbroken. Sunna Dögg hönnuður segir fiðrildið vera einkennandi fyrir textann sem fjallar um manneskju sem verður sterkari og sterkari, líkt og fiðrildi sem er að springa út. Skartið fer í almenna sölu hjá Jóni & Óskari og mun allur ágóði renna til Hugarafls. Þar er veittur stuðningur í bataferli sem byggir á því að efla geðheilsu og tækifæri í lífinu. Það er hugmynd Maríu að styrkja þetta góða starf sem á sér þar stað. Þann 9. maí verður skartgripurinn fáanlegur og sýnilegur almenningi þegar Eurovision hópurinn blæs til heljarinnar veislu í Kringlunni, nokkrum dögum áður en haldið verður út til Vínar.

Ítarlegt viðal við Maríu Ólafsdóttur er í Fréttatímanum um helgina.

María styður gott málefni með sérsmíðuðu skarti
24. apríl 2015
Hannes Friðbjarnarson