Skip to main content
Fréttir

Málþing Geðhjálpar og Olnbogabarna

By október 15, 2014No Comments

Málþing Geðhjálpar og Olnbogabarna um börn og ungmenni með tvíþættan vanda.

Málþing auglýsing í lit á pdf formati.

 

Hvernig kemur heilbrigðis- og velferðaþjónusta til móts við börn og ungmenni með geðrænan- og vímuefnavanda?

Hvað er í veði? Höfum við villst af leið? Hvað gerum við nú?

Gullteigur, Grand Hótel 23. október 2014.

Fundarstjóri Helgi Seljan.

10.00 – 10.15 Inngangsávarp

Lilja Sigurðardóttir, formaður Olnbogabarna.

10.15 – 10.30 Hvernig er ungmennum upp í 25 ára aldur með geðrænan- og vímuefnavanda sinnt í íslensku samfélagi?

Eygló Harðardóttir velferðarráðherra.

10.30 – 10.45 Mannleg reisn í reikulum heimi

Jón Ásgeir Kalmansson, heimspekingur.

10.45 – 11.00 Samspil geðrænna erfiðleika og vímuefnanotkunar

Kjartan J. Kjartansson, yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítala-Háskólasjúkrahúss (LSH).

11.00 – 11.30 Upplifun mín af tvíþættum vanda, kerfinu. Hvað hjálpaði mér mest við að ná jafnvægi/bata?

Ungmenni.

11.30 – 12.00 Upplifun mín af því að eiga barn með tvíþættan vanda (barnið /kerfið). Hverju þarf að breyta í þjónustu við þennan hóp/foreldra?

Foreldrar.

12.00 – 12.15 Hvernig hjálpar Fjölskylduhús fjölskyldum barna með tvíþættan vanda?

Kristín Snorradóttir, meðferðarráðgjafi hjá Fjölskylduhúsi.

12.15 – 12.45 Hádegishlé – veitingar

12.45 – 13.00 Hvernig er þörfum barna með geðrænan og/eða vímuefnavanda sinnt í úrræðum á vegum Barnaverndarstofu?

Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðarsviðs Barnaverndarstofu.

13.00 – 13.15 Eru sveitarfélögin fær um að sinna þörfum barna/ungmenna með geðrænan og/eða vímuefnavanda?

Sandra Hlíf Ocares lögfræðingur og fyrrverandi formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkurborgar.

13.15 – 13.30 Hvernig sinnir Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) þörfum barna/ungmenna undir 18 ára aldri

með geðrænan og/eða vímuefnavanda?

Vilborg Guðnadóttir deildarstjóri legudeildar og Unnur Heba Steingrímsdóttir þjónustustjóri göngudeildar

Barna- og unglingageðdeildar LSH.

13.30 – 14.00 Hvernig sinnir Landspítalinn ungmennum frá 18 til 25 ára með geðrænan- og vímuefnavanda?

Hjördís Tryggvadóttir, sálfræðingur og teymisstjóri á Teigi, dagdeild fyrir áfengis- og vímuefnameðferð.

Manda Jónsdóttir, aðstoðardeildarstjóri, sérhæfðrar endurhæfingargeðdeildar á Kleppi, og Nanna Briem,

geðlæknir á endurhæfingardeildinni Laugarási.

14.00 – 14.15 Kaffihlé

14.15 – 14.30 Er Vogur í stakk búinn til að sinna ungmennum frá 13 til 25 ára með tvíþættan vanda?

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi.

14.30 – 14.45 Hvaða þjónustu veita fangelsin ungum föngum upp í 25 ára með tvíþættan vanda?

Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni.

14.45 – 15.00 Hvers konar úrræði henta best ungmennum með tvíþættan vanda upp í 25 ára aldur?

Ungmennin sjálf (sjá ofar) kynna hugmyndir sínar að nýjum leiðum.

15.00 – 15.45 Pallborð

Þátttakendur í pallborði: Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, Pétur Broddason, forstöðumaður meðferðarheimilisins

að Laugalandi, Stefán Eiríksson, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Kjartan J. Kjartansson, yfirlæknir fíknigeðdeildar

LSH, Guðrún Marinósdóttir deildarstjóri hjá Barnavernd Reykjavíkur og Súsanna Sif Jónsdóttir.

15.45 – 16.00 Samantekt – lok

Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar.

Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á málþingið með því að senda tölvupóst með nafni þátttakanda og nafni og kennitölu greiðanda

verkefnisstjori@gedhjalp.is. Aðgangseyrir kr. 1.500, frítt fyrir félaga í Geðhjálp og Olnbogabörnum. Hægt er að skrá sig í Geðhjálp á www.gedhjalp.is.

Hægt er að skrá sig í Olnbogabörn www.olnbogabornin.is.