Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Ljósið og von­in að leiðarljósi

By desember 27, 2016No Comments

Jóhanna María Eyjólfsdóttir formaður PIETA samtakanna á Íslandi.

Jó­hanna María Eyj­ólfs­dótt­ir formaður PIETA sam­tak­anna á Íslandi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sjálfs­vígs­for­varn­ar­sam­tök­in Pieta Ísland standa fyr­ir Vetr­ar­sól­stöðugöngu um miðnætti í kvöld í minn­ingu þeirra sem hafa tekið eigið líf. Komið verður sam­an í hús­næði Kynn­is­ferða við Klettag­arða kl. 23 þar sem boðið verður uppá veit­ing­ar og stutta dag­skrá. Á miðnætti eða kl. 23:59 verður geng­in blys­för út að Vit­an­um við Skarfag­arð þar sem aðstand­end­um gefst tæki­færi til að rita nöfn ást­vina og kveðjur á vegg Vit­ans. Nöfn­in munu standa á Vit­an­um yfir jól og ára­mót til minn­ing­ar og sem tákn um von og sam­stöðu með öll­um þeim sem lifa í myrkri þungra hugs­ana og upp­gjaf­ar.

Þetta er í fyrsta sinn sem sam­tök­in standa fyr­ir Vetr­ar­sól­stöðugöngu en í sum­ar stóðu sam­tök­in fyr­ir göngu til að vekja at­hygli á sjálfs­víg­um og sjálf­skaða. Gengið var úr myrkr­inu í ljósið í Laug­ar­daln­um. Í henni tóku um 300 manns þátt og fór hún fram sam­tím­is í fjór­um heims­álf­um.

Fréttmbl.is: 300 manns gengu gegn sjálfs­víg­um

Samtökin Pieta Ísland starfa að írskri fyrirmynd.

Sam­tök­in Pieta Ísland starfa að írskri fyr­ir­mynd. mbl.is/Ó​feig­ur

„Þegar við fór­um í fyrstu göng­una okk­ar í sum­ar sáum við hvað það var mik­il þörf hjá fólki að koma sam­an og finna sam­stöðu. Sjálfs­víg ást­vina er mál­efni sem ligg­ur oft í þagn­ar­gildi,“ seg­ir Jó­hanna María Eyj­ólfs­dótt­ir, formaður PIETA sam­tak­anna á Íslandi. Hún bend­ir á að gang­an í ár verði tákn­ræn því hún fer fram á miðnætti á vetr­ar­sól­stöðum þegar dags­birt­an er minnst og dag­ur­inn leng­ist á nýj­an leik aft­ur. Sam­tök­in hafa ljósið og von­ina að leiðarljósi.

Jó­hanna María býst við að tölu­verður fjöldi eigi eft­ir að mæta í Vetr­ar­sól­stöðugöng­una og vís­ar til þess að þátt­tak­an í göng­unni í sum­ar hafi farið fram úr björt­ustu von­um. Hún bend­ir á að þrátt fyr­ir að jól­in séu gleðileg­ur tími þá reyn­ist hann einnig mörg­um erfiður.

Hluti af stjórn Pieta Ísland, tv. Auður Axelsdóttir, Sigríður Ásta ...

Hluti af stjórn Pieta Ísland, tv. Auður Ax­els­dótt­ir, Sig­ríður Ásta Eyþórs­dótt­ir, Björk Jóns­dótt­ir, Jó­hanna María Eyj­ólfs­dótt­ir, Snæ­dís Ögn Flosa­dótt­ir, Bjarni Karls­son og Lára Björns­dótt­ir. Á mynd­ina vant­ar: Bene­dikt Þór Guðmunds­son,Ell­en Kristjáns­dótt­ur, Sigrúnu Höllu Tryggva­dótt­ur.

Sam­tök­in stofnuð að írskri fyr­ir­mynd

Pieta Ísland voru stofnuð í upp­hafi árs­ins og starfa að írskri fyr­ir­mynd, Pieta­Hou­se. Pieta Ísland mun á næsta ári opna nýtt úrræði í sjálfsskaða- og sjálfs­vígs­for­vörn­um, fyr­ir ein­stak­linga í vanda og aðstand­end­ur þeirra. Haf­in er form­leg söfn­un á meðal al­menn­ings fyr­ir Pieta­húsi sem mun hýsa starf­sem­ina og bjóða uppá ókeyp­is þjón­ustu og eft­ir­fylgd í sam­starfi við þá þjón­ustu sem fyr­ir er hér­lend­is. Jafn­framt verður veitt for­varn­ar­fræðsla út í sam­fé­lagið og eft­ir­fylgd í kjöl­far áfalla.

Jó­hanna María seg­ist vongóð um að nægi­legt fjár­magn eigi eft­ir að safn­ast til að hefja starf­sem­ina og halda henni gang­andi. „Við finn­um fyr­ir mikl­um vel­vilja í sam­fé­lag­inu og marg­ir vilja styðja við sam­tök­in,“ seg­ir Jó­hanna. Hún bend­ir meðal ann­ars á stuðning frá kiw­an­is­hreyf­ing­unni.

Árlega reyna á milli 5-600 manns að taka eigið líf og 30-50 deyja af völd­um sjálfs­víga, að sögn Jó­hönnu Maríu. Í fyrra féllu 44 fyr­ir eig­in hendi eða 33 karl­ar og 11 kon­ur, sam­kvæmt töl­um frá Embætti land­lækn­is. Það er ná­kvæm­lega sami fjöldi og framdi sjálfs­víg árið 2014 en árið 2013 voru þau fleiri eða 49 tals­ins.

Frá göngunni í sumar sem var til að vekja athygli ...

Frá göng­unni í sum­ar sem var til að vekja at­hygli á sjálfs­víg­um og sjálf­skaða.

Grein birtist upphaflega á mbl.is