Skip to main content
FréttirKlikkið

Klikkið – Unghugar

By mars 19, 2018mars 5th, 2020No Comments

Í þessum þætti spjallar Svava Arn­ar­dóttir iðju­þjálfi við Eystein Sölva Guð­munds­son og Fanney Ing­ólfs­dóttur um starf­semi Ung­huga.  Ung­hugar er hópur innan Hug­arafls fyrir ungt fólk, sem stofn­aður var þann 24. ágúst 2009. Hug­myndin að stofnun Ung­huga var að mæta þörfum ungs fólks, sem hefur upp­lifað geð­rask­anir eða aðra erf­ið­leika. Það er nokkuð algengt að upp­lifa félags­lega ein­angrun eftir að hafa glímt við and­leg veik­indi og erfitt er að feta veg­inn aftur út í líf­ið. Ein­hverjir eru að glíma við veik­indin og aðrir eru á bata­vegi. Sumir hafa náð að halda áfram námi eða starfi á meðan veik­indum stend­ur. Þessa ein­stak­linga vantar oft vett­vang til þess að hitta annað ungt fólk sem er í svip­uðum sporum eða hefur svip­aða reynslu að baki. Ung­hugar geta verið sá vett­vang­ur. Nokkrir ungir not­endur geð­heil­brigð­is­kerf­is­ins innan Hug­arafls tóku sig saman og þann 24. ágúst 2009 var stofn­fund­ur­inn hald­inn. Nafnið Ung­hugar Hugarafls varð fyrir val­inu og að mati hóps­ins varð vís­unin til Hug­arafls að koma fram. Ung­hugar starfa einnig innan Hug­arafls og eftir sömu starfs­reglum og Hug­arafl, með jafn­ingja­grunn og vald­efl­ingu að leið­ar­ljósi.

Ung­hugar hafa haft ýmis­legt fyrir stafni en það sem stendur þó upp úr eru per­sónu­legu fram­farir ýmissa ein­stak­linga innan hóps­ins og vina­böndin sem hafa mynd­ast. Það er ótrú­legur sigur að sjá ein­stak­ling, sem hefur glímt við mikla félags­fælni taka til máls ófeim­inn eða jafn­vel hlæja hástöf­um.

Yfir­lýs­ingu Ung­huga til þing­manna má finna hér.