Vel var mætt á fund Hugarafls sem haldinn var í Borgartúni 17. apríl. Á fundinum var rædd staða Hugarafls og GET (Geðheilsa Eftirfylgd) sem stendur til að leggja niður. Fjórir stólar stóðu þó auðir, en þeir voru fráteknir fyrir fulltrúa frá velferðarráðuneytinu, Embætti landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Í þessum þætti munum við heya þrjú erindi, en þau eru eftirfarandi:
- Málfríður Hrund Einarsdóttir – Formaður Hugarafls
- Auður Axelsdóttir – einn stofnenda Hugarafls og forstöðumaður GET
- Fanney Björk Ingólfsdóttir – Formaður Unghuga
Einnig er hægt að nálgast bæði hljóð og mynd frá borgarfundinum á Youtube síðu Hugarafls.
Klikkið er að finna á Hlaðvarpi Kjarnans.