Skip to main content
FréttirKlikkið

Klikkið – Minteforte

By July 18, 2018March 5th, 2020No Comments

Verkefnið “Bridge for mental health” sem er styrkt af Erasmus+ er nú hafið. Þessa stundina eru 6 verkefnastjórar og þjálfarar að skoða samtök hvors annars í rúmar fjórar vikur og leggja línurnar fyrir verkefnið.

Frá Minte Forte í Cluj Rúmeníu eru Dumitrita, Ovidiu og Alex í Hugarafli og frá Hugarafli eru Fjóla, Einar og Fanney að skoða samtökin Minte Forte í Cluj.

Markmið fyrstu heimsóknarinnar er að skoða samtök hvers annars og sjá hvernig þau starfa, rýna í hugmyndafræðina, hvaða verkfæri eru að virka og skilja grunn hvers annars. Bæði samtökin deila sama markmið; að bæta geðheilbrigði í samfélaginu, en með ólíkum aðferðum sem við ólm viljum fá að læra af hvor öðrum og nýta í okkar starfi til framtíðar.

Mummi settist niður með Dimitrita, Ovidia og Alex og ræddu þau verkefnið ásamt ýmsu öðru sem þeim datt í hug.