Skip to main content
FréttirKlikkið

Klikkið – Að tileinka sér nýja hæfileika

By October 21, 2018March 5th, 2020No Comments

Fagmenn kvarta oft undan því að skjólstæðingar þeirra hafi fáa hæfileika og virðist ekki geta tileinkað sér nýja. Hæfileikar, sem fagmenn telja mikilvæga, eru hins vegar oft ekki þeir sem notendunum sjálfum finnst áhugaverðir eða mikilvægir (t.d. að búa um rúmið á hverjum degi). Þegar notendur fá tækifæri til að læra hluti sem þá langar til að læra koma þeir fagmönnum oft (og stundum sjálfum sér) á óvart með því að takast að læra þá vel. Árni og Páll setjast niður með Auði Axelsdóttur og Svövu Arnardóttur og ræða málin.