Skip to main content
FréttirKlikkið

Klikkið – Að hafa vald til að taka ákvarðanir

By March 26, 2018March 5th, 2020No Comments

Fag­menn gera oft ráð fyrir því að not­endur séu ófærir um að taka ákvarð­anir eða öllu heldur að taka „rétt­ar” ákvarð­an­ir. Þess vegna eru mörg úrræði byggð á for­ræð­is­hyggju og tak­marka fjölda eða gæði ákvarð­ana sem not­endur þeirra mega taka. Not­endur geta verið færir um að taka ákvarð­anir varð­andi mat­seðil kvölds­ins, sem dæmi, en ekki varð­andi heild­ar­stefnu þeirra eigin með­ferð­ar. Not­end­um, sem fá ekki tæki­færi til að æfa sig í ákvarð­ana­töku, er haldið föngnum í langvar­andi aðstæðum þar sem þeir eru ósjálf­stæðir og háðir öðr­um. Eng­inn getur öðl­ast sjálf­stæði ef hann fær ekki tæki­færi til að taka mik­il­vægar ákvarð­anir um eigið líf. Í þessum þætti ræðir Árni Stein­gríms­son við Pál Ármann Páls­son og Sig­ur­borgu Sveins­dóttir um þennan vald­efl­in­g­ar­punkt og er þátt­ur­inn fyrsti þáttur í seríu um vald­efl­in­g­ar­punkt­ana 15. Frek­ari upp­lýs­ingar um vald­efl­ingu er hægt að skoða á www.hug­ar­afl.is/hug­mynda­fra­edin