Fagmenn gera oft ráð fyrir því að notendur séu ófærir um að taka ákvarðanir eða öllu heldur að taka „réttar” ákvarðanir. Þess vegna eru mörg úrræði byggð á forræðishyggju og takmarka fjölda eða gæði ákvarðana sem notendur þeirra mega taka. Notendur geta verið færir um að taka ákvarðanir varðandi matseðil kvöldsins, sem dæmi, en ekki varðandi heildarstefnu þeirra eigin meðferðar. Notendum, sem fá ekki tækifæri til að æfa sig í ákvarðanatöku, er haldið föngnum í langvarandi aðstæðum þar sem þeir eru ósjálfstæðir og háðir öðrum. Enginn getur öðlast sjálfstæði ef hann fær ekki tækifæri til að taka mikilvægar ákvarðanir um eigið líf. Í þessum þætti ræðir Árni Steingrímsson við Pál Ármann Pálsson og Sigurborgu Sveinsdóttir um þennan valdeflingarpunkt og er þátturinn fyrsti þáttur í seríu um valdeflingarpunktana 15. Frekari upplýsingar um valdeflingu er hægt að skoða á www.hugarafl.is/hugmyndafraedin
Við mælum með
Færslusafn
Efnisorð
fagfólk notendur aðstandendur Andlegar áskoranir úrræði geðheilbrigðismál Samkomubann Hugarafl geðlyf LSH Styrkur Samfélag hugmyndafræði heilsugæsla bjargráð valdefling Geðhjálp skjólstæðingar batasögur covid-19 GET iðjuþjálfi Hugarró Klikkið bataferli fordómar Unghugar Heimsókn til Hugaraflsfólks bati endurhæfing
Tengdar færslur
Fréttir
Fréttatilkynning frá Hugarafli!! Hugarafli er boðið á alþjóðlega ráðstefnu Evrópuráðsins í Riga 14. nóvember
Fjóla Ólafardóttirnóvember 10, 2023