Skip to main content
Fréttir

Innblástur frá Rúmeníu

By júlí 5, 2018No Comments

Verkefnið “Bridge for mental health” sem er styrkt af Erasmus+ er nú hafið. Þessa stundina eru 6 verkefnastjórar og þjálfarar að skoða samtök hvors annars í rúmar fjórar vikur og leggja línurnar fyrir verkefnið.

Frá Minte Forte í Cluj Rúmeníu eru Dumitrita, Ovidiu og Alex í Hugarafli og frá Hugarafli eru Fjóla, Einar og Fanney að skoða samtökin Minte Forte í Cluj.

Markmið fyrstu heimsóknarinnar er að skoða samtök hvers annars og sjá hvernig þau starfa, rýna í hugmyndafræðina, hvaða verkfæri eru að virka og skilja grunn hvers annars. Bæði samtökin deila sama markmið; að bæta geðheilbrigð í samfélaginu, en með ólíkum aðferðum sem við ólm viljum fá að læra af hvor öðrum og nýta í okkar starfi til framtíðar.

Við Fjóla og Fanney fórum beint í djúpu laugina við lendingu um miðjan júní, þar sem tekið var á móti okkur í Rúmeníu með öflugri þjálfun um t.d. óformlegar kennsluaðferðir, markmiðsetningu við uppsetningu og hönnun þjálfunar. Einnig fengum við góða kynningu á samtökunum, hvernig þau undirbúa stóra viðburði í tengslum við geðheilbrigði fyrir samfélagið.  Við tókum einnig þátt í að skipuleggja og vorum virkir þátttakendur í framkvæmd eins slíks viðburðar síðastliðinn fimmtudag.

Frá vinnudegi í Minte Forte.

Sá viðburður var í formi Open Space og var ætlaður fyrir okkur að skilja samfélagið betur og þær hraðahindranir og lærdómsþætti innan málaflokksins. Þar streymdu inn allskonar fólk úr samfélaginu sem vilja leggja sitt af mörkum við málaflokkinn og áttu góðar samræður og veltu fyrir sér spurningum eins og; Hvað er valdefling?, hvernig sérðu fyrir þér opnar umræður um geðheilbrigði í Rúmeníu?, Hvar sérðu möguleika á breytingum til hins betra ef þú hugsar um erfiðleika sem þú hefur upplifað?

Upp komu fjölbreyttar umræður sem veittu okkur innblástur og nýjar hugmyndir sem beinast bæði að framtíðar störfum Hugarafls og Minte Forte. Við ætlum að nýta aðeins af frítímanum okkar til þess að rýna í niðurstöðurnar frá Open Space viðburðinum og munum deila því með ykkur í næsta pistli.

Þema mánaðarins er “Hugurinn skiptir máli” eða “Mind Matters” og verður þessi mánuður uppfullur af allskonar viðburðum tengdu geðheilbrigði, skoða önnur úrræði hér í Cluj og deila sögu okkar svo eitthvað sé nefnt.

Farið er yfir niðurstöður og lærdóm á vikulega fundum hér í Cluj og við viljum endilega leyfa öllum að fylgjast með. Getum samt staðfest það að veðrið hefur oft verið mjög líkt og heima, en við erum kannski öll hálf fegin þar sem þessi mánuður er algjörlega tileinkaður vinnu og við ættum kannski að þakka sólinni fyrir að hafa lagst í smá dvala og leyfa okkur að vinna í friði.

Í þessari komandi viku verða mörg spennandi verkefni og margt lærdómsríkt fram undan. Við höfum þó verið að andlega undirbúa okkur fyrir þessa viku, þar sem við munum koma til með að heimsækja geðdeildir hér í Rúmeníu, bæði fyrir börn og fullorðna. Og við sem höfum reynslu vitum manna best að slíkar heimsóknir reyna verulega á sálartetrið.

En við hlúum vel að sjálfum okkur og hvort öðru og hlökkum til að nýta þessa reynslu í verki á Íslandi.

Það var búið að taka frá sæti til að horfa á leiki Íslands á HM.