Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Hva, þetta eru bæk­ling­ar um mig!

By október 12, 2015No Comments

Ey­mund­ur Ey­munds­son var orðinn 38 ára þegar hon­um var fært les­efni þar sem hann var til meðhöndl­un­ar á Krist­nesi vegna slit­gigt­ar. Þá áttaði Ak­ur­eyr­ing­ur­inn sig loks á því hvers vegna hon­um hafði liðið jafn illa og raun bar vitni frá því hann var barn. Ey­mund­ur áttaði sig loks­ins á því að hann átti von: „Það er ekki hægt að lýsa því hve von­in er mik­il­væg,“ seg­ir hann.

Eymundur Eymundsson, ráðgjafi í Grófinni, geðverndarmiðstöð á Akureyri. Hann glímdi lengi við kvíða og félagsfælni.

Ey­mund­ur Ey­munds­son, ráðgjafi í Gróf­inni, geðvernd­armiðstöð á Ak­ur­eyri. Hann glímdi lengi við kvíða og fé­lags­fælni. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son

Ey­mund­ur Ey­munds­son, ráðgjafi í Gróf­inni, geðvernd­armiðstöð á Ak­ur­eyri, glímdi við mik­inn kvíða frá því hann var í 1. bekk grunn­skóla. Nokkr­um árum seinna hafði kvíðinn þró­ast í fé­lags­fælni en hann þorði ekki að tala um það við nokk­urn mann; óttaðist að verða skammaður.

Ey­mund­ur glím­ir við slit­gigt og var þess vegna á end­ur­hæf­ing­ar­deild Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri í Krist­nesi árið 2005. Þar sá hann fyrst bæk­linga um kvíða, fé­lags­fælni og þung­lyndi. „Ég fór að grenja þegar ég las um sjálf­an mig í þrem­ur bæk­ling­um. Þarna sé ég í fyrsta skipti ástæðuna fyr­ir því hvernig mér hafði liðið síðan ég var krakki,“ seg­ir hann við Morg­un­blaðið.

Hugsaði nær dag­lega um dauðann

Ey­mund­ur seg­ist hafa hugsað um dauðann nán­ast dag­lega síðan hann var 12 ára og það hafi alls ekki verið sjálfsagt mál að hann var á lífi þegar þarna var komið sögu. „Ég hafði bara ekki kjarkinn til að taka eigið líf – sem bet­ur fer.“

Þenn­an dag í Krist­nesi tók lífið nýja stefnu. Ey­mund­ur skynjaði að hann ætti von og ákvað að leita sér aðstoðar. „Það er ekki hægt að lýsa því hve von­in er mik­il­væg.“

Eng­inn áttaði sig á því hve Ey­mundi leið illa. „Ég var góður leik­ari og faldi van­líðan­ina með trúðslát­um.“

Hann hóf sam­talsmeðferð hjá heim­il­is­lækni sín­um. Vildi alls ekki fara á geðdeild; seg­ist hafa verið hald­inn for­dóm­um um þann stað. Ey­mund­ur hóf að taka lyf en ekki leið á löngu þar til hann fór að drekka ofan í þau. „Frá 16 ára aldri hafði ég notað áfengi til að geta verið með fé­lög­un­um; þorði það ekki ann­ars. En þarna áttaði ég mig á því að þetta gekk ekki og fór í áfeng­is­meðferð á Vog. Þegar þangað kom gerðist eitt­hvað; Guð talaði til mín og sagði: Þú get­ur eign­ast líf en verður að vinna fyr­ir því. Nú hef ég ekki snert áfengi í níu ár og það er grunn­ur­inn að því að ég eignaðist líf.“

Sjálfs­virðing­in var eng­in

Ey­mund­ur fór út á vinnu­markaðinn strax að lokn­um grunn­skóla. Sjálfs­virðing­in var eng­in og hann taldi sjálf­um sér trú um að hann hefði ekk­ert í fram­halds­skóla að gera. Eft­ir að hann fékk hjálp og lífið tók nýja stefnu fór hann í al­mennt nám hjá Starf­send­ur­hæf­ingu Norður­lands, síðar í Ráðgjafa­skól­ann og er nú í fé­lagsliðanámi.

Þegar hann lagðist inn á geðdeild í fyrsta skipti áttaði Ey­mund­ur sig loks á því að engu máli skipt­ir hvað aðrir halda, aðeins það sem hver og einn ger­ir sjálf­ur. „Þegar ég var í fé­lagskvíðahópi á geðdeild­inni þáði ég alla leiðsögn sem var í boði. Þá gerði ég t.d. þrennt sem ég hafði ekki gert síðan ég var krakki: fór niður í bæ, fór í strætó og fór í bíó. Það var stór­mál fyr­ir mig en það tókst,“ seg­ir hann.

Ey­mund­ur kynnt­ist Hug­arafli í Reykja­vík 2009. „Ég hafði lesið um þá hug­mynda­fræði að hægt væri að fá bata með vald­efl­ingu,“ seg­ir hann og hreifst af. Eft­ir að Ey­mund­ur flutti aft­ur til Ak­ur­eyr­ar tók hann þátt í stofn­un Gróf­ar­inn­ar, þangað sem koma nú um 20 manns dag­lega og starfið geng­ur afar vel, að sögn Ey­mund­ar. Þar er ein­mitt unnið með vald­efl­ingu.

Geðrask­an­ir úti á landi líka …

Ey­mund­ur og hans fólk í Gróf­inni, geðvernd­armiðstöð á Ak­ur­eyri, hef­ur upp á síðkastið heim­sótt alla grunn­skóla bæj­ar­ins og frætt kenn­ara og annað starfs­fólk um geðrask­an­ir. Það mun í fyrsta skipti sem starfs­fólk skóla hér á landi fær slíka fræðslu. Ey­mund­ur seg­ist hafa fengið mjög góð viðbrögð; skóla­fólkið skynji hve gríðarlega mik­il­vægt er að geta áttað sig á ein­kenn­um van­líðunar barn­anna.

Hug­arafl í Reykja­vík hef­ur lengi frætt grunn­skóla­nema um geðrask­an­ir og það hafa þau Ey­mund­ur einnig gert nyrðra. Hefja ein­mitt slíkt ferðalag enn á ný í vik­unni og sækja heim alla 9. bekki bæj­ar­ins.

Ey­mund­ur seg­ir viðbrögð kenn­ara og ann­ars starfs­fólks skól­anna sér­lega gleðileg. „Fólkið er mjög ánægt að heyra sög­ur okk­ar sem höf­um glímt við geðrask­an­ir og hve mik­il áhrif það hef­ur haft á okk­ar líf. Sum­um finnst við kjörkuð en geðrask­an­ir mega ekki vera laun­ung­ar­mál. Ég er óhrædd­ur við að segja sögu mína ef það get­ur komið öðrum til góða. Þessi fræðsla auðveld­ar von­andi starfs­mönn­um skól­anna að átta sig á því hvaða börn þurfa hjálp.“

For­eldr­um boðin fræðsla

Seinna í vet­ur verður for­eldr­um grunn­skóla­barna boðin fræðsla og von­ast hann til að sem flest­ir nýti sér tæki­færið. „Við get­um ekki skyldað neinn til að mæta en það er mjög mik­il­vægt að for­eldr­ar komi.“

Ey­mund­ur seg­ir Ak­ur­eyr­ar­bæ að mörgu leyti standa sig vel við í að aðstoða fólk með geðrask­an­ir. Nefn­ir Laut­ina, sem er at­hvarf opið yfir dag­inn, Bú­setu­deild bæj­ar­ins sem vinni mjög þarft verk; Fjölsmiðjan, þar sem ungt fólk með geðrask­an­ir get­ur unnið, sé einnig mik­il­væg svo og Virk, starf­send­ur­hæf­ing.

Ey­mund­ur bend­ir líka á mjög ánægju­legt sam­starf Gróf­ar­inn­ar og Há­skól­ans á Ak­ur­eyri. „Nem­ar í iðjuþjálf­un koma til okk­ar og eru með hóp­astarf. Það er mjög gott fyr­ir okk­ur og mik­il­væg reynsla fyr­ir nem­end­urna sjálfa.“

Kennurum finnst gott að heyra reynslusögur okkar sem höfum glímt við geðraskanir, segir Eymundur Eymundsson. ...

Kenn­ur­um finnst gott að heyra reynslu­sög­ur okk­ar sem höf­um glímt við geðrask­an­ir, seg­ir Ey­mund­ur Ey­munds­son. um heim­sókn­ir í skóla

Dag­deild geðdeild­ar Sjúrak­húss­ins á Ak­ur­eyri var hins veg­ar lögð niður fyr­ir nokkr­um árum vegna niður­skurðar. „Við reyn­um að fylla upp í það skarð sem þá myndaðist en fé­lög­in fyr­ir sunn­an fá meiri pen­inga en við. Okk­ur finnst við á lands­byggðinni vera svo­lítið út und­an hjá rík­inu, sem er slæmt mál. Geðrask­an­ir eru nefni­lega líka úti á landi, þó stund­um mætti halda að fólk átti sig ekki á því.“

Ey­mundi líst frá­bær­lega á það sem yf­ir­völd heil­brigðismála stefna að, að all­ir ung­ling­ar á land­inu verði skimaðir fyr­ir þung­lyndi og kvíða. „Ef ég væri í 9. bekk í dag og heyrði það sem við höf­um verið að segja í skól­un­um myndi það ör­ugg­lega skipta sköp­um. Það mun­ar miklu að átta sig á því 15 ára eða 38 ára hvað amar að, eins og í mínu til­felli; að tæki­færi sé til að eign­ast framtíð!“

 

 

Frétt birtist á www.mbl.is

Morgunblaðið