Skip to main content
FjarfundirFréttir

Hugmynd að bata

By desember 10, 2020No Comments

Hugmynd að bata – Hugarró með Grétari Björnssyni

Hugarró Hugarafls heldur áfram göngu sinni þar sem við bjóðum upp á vikuleg streymi af likesíðu Hugarafls á facebook! Öll áhugasöm eru hvött til að taka þátt.
Föstudaginn 11. desember kl. 11-12 mun Grétar Björnsson Hugaraflsfélagi ræða hugmyndir að bata.
Grétar mun fjalla um geðrænar áskoranir út frá félagsfræðilegu sjónarhorni. Hann mun byggja erindið sitt á rannsókn sinni í félagsfræði þar sem hann ræddi við einstaklinga í bata og skrifaði um batahugmyndafræðina. Grétar mun svo að auki flétta inn sinni eigin reynslu af því að glíma við það sem stundum er kallað geðhvörf.
Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta. Samtalið er opið og á ykkar forsendum.