Skip to main content
Fréttir

Hugarró Hugarafls snýr aftur

By nóvember 10, 2022No Comments

Hugarró Hugarafls er beint streymi á facebook síðu Hugarafls. Við hófum þessa viðburði í mars 2020 til að koma á móts við þörf almennings um opna umræðu um geðheilbrigðismál.
Við ætlum að taka þetta skrefinu lengra og ræða um mál sem varða félagið okkar, hugmyndafræðina og það sem okkur liggur á hjarta.
Öll áhugasöm eru hvött til að taka þátt.
Hugarró snýr aftur eftir góða pásu og fyrsta umræðuefnið verður um núverandi stöðu Hugarafls.
Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta. Samtalið er opið og á ykkar forsendum.