Fjóla Kristín Ólafardóttir og Fanney Björk Ingólfsdóttir Hugaraflsmeðlimir höfðu fiðring í maga á leið út til Finnlands á ráðstefnuna “Health and well-being of young people” sem haldin verður í Helsinki 25. – 27. febrúar. Við þökkum RANNÍS fyrir að velja Fjólu og Fanneyju til að vera meðal fulltrúa Íslands á þessari ráðstefnu.
Fjóla mun flytja erindið “Growing up in European projects” og leiða vinnustofu sem ber heitið “The non formal road to mental health”. Auk þessa taka Fjóla og Fanney þátt í ráðstefnunni allri, miðla þekkingu að heiman og koma með ýmis konar innblástur og fróðleik aftur til Íslands.
Sjá nánar á https://goo.gl/KMDg92.