Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Hann er ekki sjúkdómurinn

By október 10, 2015No Comments

Helga ráðlegg­ur öll­um að vera opn­ir með geðsjúk­dóma. mbl.is/​Golli

Morgunblaðið 10.okt.2015

Sonur Helgu greindist átta ára gamall með geðhvörf
»Hann var bara átta ára þegar hann greindist og sjúkdómurinn veldur því að hann gerir margt öðruvísi og skrýtið. En það má aldrei gleyma því að hann e…

Geðhvörf Drengurinn fer hátt upp og langt niður, segir Helga.

»Hann var bara átta ára þegar hann greindist og sjúkdómurinn veldur því að hann gerir margt öðruvísi og skrýtið. En það má aldrei gleyma því að hann er bara eðlilegur strákur. Hann er ekki sjúkdómurinn, hann er ekki geðhvörfin.« Þetta segir Helga Björg Dagbjartsdóttir, móðir 13 ára gamals drengs, sem greindist með geðhvörf átta ára gamall. »Hann fer hátt upp og langt niður. Þess vegna kalla ég hann rússíbanann.« Helga segist aldrei hafa orðið vör við fordóma vegna veikinda sonar síns, en viðhorf til geðsjúkra barna sé annað en til barna með aðra sjúkdóma. Í því sambandi nefnir hún að eitt sinn hafi hún fengið þau svör varðandi sérhæft úrræði fyrir drenginn að það kostaði of mikið. »Hefði honum verið neitað um að leggjast inn á Landspítalann í krabbameinsmeðferð vegna þess að hún er svo dýr? Af hverju eru líkamlegir og andlegir sjúkdómar ekki lagðir að jöfnu?« spyr Helga. 20-21