Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Grófin á Akureyri 2 ára

By október 12, 2015No Comments
grófin 2

Til hamingju með daginn!

Grófin geðverndarmiðstöð fékk afhent hvatningarverðlaun laugardaginn 3.október. Það var forvarna- og fræðslusjóðurinn ,,Þú getur” sem veitti þessi verðlaun fyrir framúrskarandi forvarnar- og fræðslustarf sem vakið hefur athygli og hjálpað mörgum að stíga skrefið í átt að bættum lífsgæðum. Um leið var fjórum einstaklingum úr Grófinni sem eru í Háskólanámi veittir námstyrkir sem gefur þeim möguleika á að stunda sitt nám. Þetta er mikil viðurkenning á forvarnarstarfi Grófarinnar og gefur Grófarfólki aukinn kraft eftir að hafa tekið erfið skref í litlu samfélagi en sýnir að margt er hægt með samstillltu átaki. Um þessar mundir mæta yfir 20 manns á dag í Grófina að efla sjálfan sig með öðrum en unnið er eftir hugmyndarfræði valdeflingar og batamódels á jafningjagrunni.

Á alþjóða geðheilbrigðisdaginn, þann 10. október voru tvö ár frá því að Grófin var stofnuð og af því tilefni var opið hús í aðstöðu þeirra í Hafnarstræti 95.  Þá var m.a. kynnt nýtt einkennismerki Grófarinnar sem Job van Linden hannaði, sem og ný eldhúsaðstaða var tekin formlega í gagnið. Hjalti og Lára Sóley slógu á létta gítar- og fiðlustrengi og tóku lagið eins og þeim einum er jú lagið.  Fleiri myndir af veisluhöldunum má sjá á www.akureyri.net

Hugarafl óskar Grófinni til hamingju með afmælið og hvatningarverðlaunin og þakkar jafnframt fyrir gott samstarf á liðnum árum.