Skip to main content
Greinar

Geðlæknar

By febrúar 22, 2014No Comments

Pétur Hauksson

Geðlækningar eru kenndar öllum læknum í læknanáminu. Um fyrsta lærða lækninn á Íslandi, Hrafn Sveinbjarnarson, var sagt að „Til einskis var honum svá títt, hvárki til svefns né til matar, ef sjúkir menn kómu á fund hans, at eigi mundi hann þeim fyrst nökkura miskunn veita.“

Geðlæknar eru læknar sem hafa lokið sérnámi í geðlækningum að loknu almennu læknanámi. Þeir eru þjálfaðir í greiningu geðraskana og meðferð við þeim, m.a. lyfjameðferð, og starfa ýmist á geðdeildum eða stofum. Um þá gilda læknalög, lög um réttindi sjúklinga og siðareglur lækna, og eru þeir bundnir þagnarskyldu eins og aðrir heilbrigðisstarfsmenn. „Sjúkir menn“ koma í viðtöl til geðlækna, oftast í einstaklingsviðtöl, en einnig í fjölskyldu- eða parviðtöl eða hópmeðferð. Geðlæknar veita fræðslu og samtalsmeðferð og geta ávísað lyfjum ef þörf krefur. Um 100 geðlæknar eru á Íslandi.

Geðfræðslan