Hugaraflsfólk þakkar Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur fyrir fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um málefni Geðheilsu – Eftirfylgdar og Hugarafls á Alþingi í dag. Það er gott að vita af fólki sem lætur sig málið varða og ómetanlegt fyrir notendur Geðheilsu – Eftirfylgdar og Hugarafl á þessum tímapunkti.
Eins og fram kom í svari heilbrigðisráðherra er það algörlega óboðlegt að hópur fólks búi við slíkt óöryggi sem nú er komið upp í kjölfar stjórnsýsluákvörðunar um að leggja niður Geðheilsu – Eftirfygld. Sú ákvörðun var tekin án samráðs við fagfólk og notendur Geðheilsu – Eftirfylgdar og er ekki í anda geðheilbrigðisáætlunar Alþingis.
Frekari viðbragða við svari ráðherra er að vænta frá Hugarafli á næstunni.