Skip to main content
Fréttir

Fundur með heilbrigðisráðherra

By apríl 11, 2017No Comments

hugarafl logo-2Mánudaginn 10. apríl áttu fulltrúar Hugarafls fund með Óttari Proppé, heilbrigðisrráðherra og aðstoðarmönnum hans í heilbrigðisráðuneytinu. Á fundinum gafst gott tækifæri til að kynna starfsemi Hugarafls og fjölmörgum spurningum var svarað sem snúa að samtökunum. Eins og áður hefur komið fram leggur Hugarafl nú áherslu á að komið sé á langtíma samningi við félagið.  Þannig er hægt að tryggja áframhaldandi batamiðaða og valdeflandi nálgun fyrir þá sem leita til samtakanna og koma í veg fyrir það öryggisleysi sem myndast við núverandi fyrirkomulag á styrkveitingum. Hugaraflsfólk bauð ráðherra og aðstoðarmönnum hans jafnframt í heimsókn í Hugarafl og vonumst við til þess að sjá hann í Borgartúni 22 sem fyrst.  Ráðherra lýsti yfir áhuga á áframhaldandi samtali og rætt var um að boða til annars fundar í kjölfarið.