Skip to main content
Geðheilbrigðismál

„Ekki hægt að harka þetta af sér“

By mars 13, 2017No Comments

Ged­fra­edsla.is er nýr vef­ur með upp­lýs­ing­um og fræðslu um geðsjúk­dóma. Þór­hild­ur Erla Páls­dótt­ir rit­stjóri vefjar­ins brenn­ur fyr­ir mál­efn­inu en hún seg­ir í viðtali við Smart­land að vef­ur­inn sé sett­ur fram á manna­máli svo auðvelt sé að afla sér upp­lýs­inga.

Vef­ur­inn sér­stak­lega ætlaður ungu fólki

Það er fé­lagið Hug­rún sem kom að því að opna vef­inn en Hug­rún er geðfræðslu­fé­lag lækna-, sál­fræði- og hjúkr­un­ar­nema. „Það eru til aðrir vef­ir sem fjalla um ákveðna teg­und af geðsjúk­dóm­um en á okk­ar vef er hægt að nálg­ast all­ar upp­lýs­ing­ar. Þetta er fyrsti vef­ur­inn með heild­stæðar upp­lýs­ing­ar um marga geðsjúk­dóma. Vef­ur­inn er með upp­lýs­ing­um og fræðslu, en einnig erum við með reynslu­sög­ur,“ seg­ir Þór­hild­ur.

Vef­ur­inn er einnig sér­stak­ur fyr­ir þær sak­ir að hann legg­ur áherslu á ungt fólk. Ástæðuna fyr­ir því seg­ir Þór­hild­ur vera að geðsjúk­dóm­ar koma oft fyrst fram í fram­halds­skóla.

Þór­hild­ur tók við rit­stjórn­ar­starf­inu eft­ir að hún sá það aug­lýst en hún er meist­ara­nemi í blaða- og frétta­mennsku, með henni vinn­ur síðan góð rit­stjórn. „Mitt hlut­verk er að halda vefn­um gang­andi. Viðtök­urn­ar hafa verið mjög góðar meðal ann­ars frá fagaðilum á geðheil­brigðis­sviðinu.“

Glím­ir sjálf við þung­lyndi og kvíða

Ný­lega birt­ust viðtöl á vefn­um eft­ir Þór­hildi við ungt fólk sem haf­ur meðal ann­ars verið að glíma við kvíða. Mynd­bönd­in eru hluti af loka­verk­efni henn­ar. Aðspurð seg­ir hún það hafi ekki verið mjög erfitt að fá fólk í viðtöl og segja frá sinni reynslu. „Þegar ég fór að opna á umræðu um geðsjúk­dóma í kring­um mig kom í ljós að það voru marg­ir sem ég þekkti sem voru að glíma við þá, en auðvitað þarf maður að passa að vera nær­gæt­inn og fag­mann­leg­ur.“

Þór­hild­ur þekk­ir glímu við geðsjúk­dóma af eig­in raun.

„Ég greind­ist með þung­lyndi og kvíða fyr­ir tveim árum, þá var mér búið að líða illa mjög lengi. En það kom að þeim tíma­punkti að ég kom heim úr vinnu og skóla og grét og grét.“ Eft­ir at­vikið seg­ir Þór­hild­ur hafa leitað sér hjálp­ar. Hún er hjá góðum sál­fræðingi sem hef­ur hjálpað henni að tak­ast á við van­líðan­ina þegar hún kem­ur. „Ég áttaði mig á í grein­ing­ar­viðtal­inu hjá sál­fræðingn­um að það væri ekki bara hægt að harka þetta af sér, ég þyrfti að vinna í mín­um mál­um.“

Grein birtist upphaflega á mbl.is

Ritstjórnin á geðfræðsla.is. Frá vinstri: Þorsteinn Gauti Gunnarsson, Þórhildur Erla ...

Rit­stjórn­in á geðfræðsla.is. Frá vinstri: Þor­steinn Gauti Gunn­ars­son, Þór­hild­ur Erla Páls­dótt­ir, Anna Guðrún Guðmunds­dótt­ir, Þeó­dóra Thorodd­sen, Ási Þórðar­son og Jón Viðar Páls­son.