Skip to main content
Greinar

Ég er hér í október

By október 27, 2015No Comments

Margir Hugaraflsmeðlimir hafa verið virkir í 30 daga áskorun núvitundar sem nú er í gangi á Facebook.

Núvitund eða mindfullness er sú vitund sem skapast við að beina athyglinni með ásetningi, á þessu augnabliki, að því sem er, eins og það er, án þess að dæma.  Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er.

Á Facebook síðu viðburðarins má sjá fjölmörg dæmi um hvernig þátttakendur hafa gripið tækifæri í daglegu amstri sínu og nýtt sér núvitund til að fara af sjálfstýringunni og verið meðvitaðir um það sem er að gerast á hverju augnabliki.  Að sjá það sem er að sjá og að heyra það sem er að heyra.

Síðan hafa margir póstað myndum og skrifað um upplifun sína í augnablikinu.  Hér á eftir koma nokkur dæmi en fjölmörg fleiri má finna á fésbókinni.

12079307_10207960212622721_7871414273578144019_n

Fór í búð og sá svo fallegar rófur, hugsaði um kjötsúpu. Fékk vatn í munninn, fann lyktina og bragðið koma fram. Hugsaði til ömmu minnar sem lagaði svo góða kjötsúpu í denn. Keypti hráefnið í súpuna. Þegar heim kom byrjaði ég á að setja pottinn yfir. Skar niður fallega grænmetið, naut þess að horfa á litina, áferðina, finna lyktina af lauknum. Varð að smakka í leiðinni. Dýrindis súpa hjá mér þó ég segi sjálf frá.

1606882_10207983017562614_2448017410108732653_n

Fór út í göngutúr í morgun, milt veður, stöku regndropar. Nokkur tré sá ég lauflaus og mér fannst sem vorið væri á næsta leiti og brátt færu þau að bruma. Samt horfði ég á ummerki haustsins allt um kring. Til að rugla mig enn frekar sá ég blómabeð með blómum sem ekkert sá á. Heimkomin settist ég niður með blað og liti til að lýsa því sem ég sá. Vorfílingur enn í sálinni.

 

12191153_10208533936532396_4422279430992959152_o

DAGUR 26 – Esjan átti hug minn allan í eftirmiðdaginn í dag – hugsaði mér gott til glóðarinnar þegar ég sá að ég myndi örugglega lenda á þokkalega löngu rauðu ljósi – það kom fát á mig og ég varð svolítið skúffuð þegar græna ljósið birtist á sömu sekúndunni og ég smellti af ….. það gerist ekki oft að ég vonist til þess að lenda á löngu rauðu ljósi … hahahha – tók svo aðra mynd af Esjunni þegar ég var komin á áfangastað. Gaf mér tíma til að horfa og njóta þess að horfa og hugsaði til stöðugleikans sem einkennir fjallið, óháð ytri aðstæðum, veðri, vindum, árstíðum osfrv.