Skip to main content
Greinar

Barnið innra með okk­ur

By maí 24, 2017No Comments
Kristín Lilja Garðarsdóttir, sálfræðingur og uppeldisfræðingur.

Krist­ín Lilja Garðars­dótt­ir, sál­fræðing­ur og upp­eld­is­fræðing­ur.

„Við mann­fólkið virðumst alloft hafa tak­markaðan skiln­ing á okk­ur sjálf­um, þar á meðal hugs­un­um okk­ar, til­finn­ing­um og gerðum. Það er að sjálf­sögðu eðli­legt að finna fyr­ir alls kyns til­finn­ing­um á lífs­leiðinni. Við upp­lif­um ým­iss kon­ar at­vik í gegn­um æv­ina sem koma af stað til­finn­ing­um, sum­um góðum og öðrum erfiðum,“ seg­ir Krist­ín Lilja Garðars­dótt­ir, sál­fræðing­ur og upp­eld­is­fræðing­ur, í pistli sín­um:

Mörg okk­ar eru hins veg­ar að glíma við erfiðar til­finn­ing­ar í dag­legu lífi sem virðast í engu eða litlu sam­ræmi við þær um­hverfisaðstæður sem við lif­um við í dag. Dæmi um slík­ar til­finn­ing­ar eru sí­felld­ar áhyggj­ur eða ótti þó svo að ekk­ert slæmt sé að ger­ast, full­komn­un­ar­árátta, sorg, ein­mana­leiki, höfn­un og reiði.

Eins eru mörg okk­ar sem eru að glíma við hinar ýmsu fíkn­ir og okk­ur skort­ir  skiln­ing á því hvað ligg­ur að baki.

Þar að auki er ekki óal­gengt að við séum föst í til­tekn­um víta­hring. Við erum að lenda sí­end­ur­tekið í aðstæðum þar sem við upp­lif­um sömu til­finn­ing­arn­ar aft­ur og aft­ur, dæmi um það get­ur verið höfn­un. Það er eins og við sækj­umst í til­tekið ójafn­vægi innra með okk­ur.

Eft­ir að ég sem sál­fræðing­ur hef unnið með fólk sem er fast í van­líðan af ein­hverju tagi og skoðað sögu þess eru mynstr­in oft áber­andi og skilj­an­leg. Við virðumst vera föst í til­finn­ing­um/​mynstr­um sem eiga ræt­ur í æsk­una; barnið innra með okk­ur er fast í aðstæðum sem veld­ur því van­líðan.

Börn hafa til­finn­inga­leg­ar þarf­ir. Ein af til­finn­inga­leg­um grunnþörf­um barna er að fá að til­heyra, að tengj­ast umönn­un­araðilum. Börn vilja vera elskuð og viður­kennd fyr­ir það sem þau eru, sama hvernig þau eru. Sú viður­kenn­ing þarf að vera skil­yrðis­laus. Börn eiga því ekki að þurfa að standa sig á til­tek­inn hátt til að vera viður­kennd. Þá þarfn­ast börn um­hverf­is sem veit­ir þeim ör­yggi og stöðug­leika. Börn eru ein­stak­lega viðkvæm og það þarf lítið til að um­hverfisaðstæður raski jafn­vægi þeirra.

Lífið er þó yf­ir­leitt þannig að aðstæður barna eru ekki full­komn­ar og því erum við flest­öll með ein­hverj­ar byrðar innra með okk­ur. Umönn­un­araðilar leit­ast að sjálf­sögðu við að gera sitt besta í sam­skipt­um sín­um við börn. En saga umönn­un­araðila hef­ur áhrif á líðan þeirra og hegðun sem síðan hef­ur áhrif á barnið. Umönn­un­araðilar virðast oft­ar en ekki ala börn sín upp á þann hátt sem þeir sjálf­ir voru ald­ir upp. Þá hef­ur sú menn­ing sem við búum í áhrif á ríkj­andi upp­eldisaðferðir. Til dæm­is er ekki langt síðan fólk hér á Íslandi var að berj­ast við það eitt að lifa af. Mark­miðið var að geta veitt börn­um húsa­skjól, mat og klæði. Oft var ekki svig­rúm fyr­ir eða hugað að til­finn­inga­leg­um þörf­um barna. Tíðarand­inn bauð hrein­lega ekki upp á það. Lyk­il­atriði var að ala börn upp í þeim gild­um að standa sig svo þau gætu séð fyr­ir sér. Ekki mátti hrósa börn­um því þá gætu þau mögu­lega orðið of góð með sig og ag­inn var oft ein­streng­ings­leg­ur.

Nú á tím­um höf­um við hins veg­ar svig­rúm og upp­lýs­ing­ar sem ger­ir okk­ur kleift að vera meðvituð um þarf­ir okk­ar og hvernig saga okk­ar og saga fjöl­skyld­unn­ar hef­ur mótað okk­ur og í kjöl­farið get­um við breytt sög­unni.

Oft koma til­tekn­ar um­hverfisaðstæður af stað ákveðnu til­finn­inga­mynstri meðal barna. Til að mynda ef börn al­ast upp við áfeng­isneyslu á heim­il­inu upp­lifa mörg þeirra til­finn­ing­ar eins og óör­yggi, höfn­un, reiði, skömm, meðvirkni og skort á stjórn. Ef við höf­um liðið skort á til­finn­inga­tengsl­um (skort á ást/​viður­kenn­ingu frá umönn­un­araðila) fylgja því til­finn­ing­ar eins og höfn­un, full­komn­un­ar­árátta, ein­mana­leiki (til­heyr­um ekki), óör­yggi og skort­ur á trausti og nánd.

Ástæður þess að ræt­ur liggja oft í æsk­unni eru lík­ast til þó nokkr­ar en hér ætla ég að nefna þrjár þeirra.

Skort­ur á stjórn

Börn hafa yf­ir­leitt tak­markaða stjórn á aðstæðum í um­hverfi sínu. Þau eru háð um­hverf­inu en ef þeim líður illa á ein­hvern hátt hafa þau hvorki þroska né stjórn til að breyta aðstæðum. Til að mynda ef barn elst upp við vímu­efna­neyslu for­eldr­is/​for­eldra get­ur barn ekk­ert gert til að breyta þeim aðstæðum. Eins ef barn upp­lif­ir skort á til­finn­inga­tengsl­um (skort á ást/​viður­kenn­ingu) er það ekki í stakk búið til að fá um­hverfið til að koma til móts við þarf­ir þess.

Skort­ur á stjórn get­ur komið fram í nán­ast öll­um um­hverfisaðstæðum barns. Skól­inn til að mynda er stór þátt­ur í lífi barns. Barn er fast í skól­an­um al­veg sama hvernig því líður. Í skól­an­um eru gerðar kröf­ur um að barnið geti til­einkað sér ákveðna færni. Börn eru með mis­mun­andi styrk­leika/​veik­leika og bók­nám hent­ar þeim ekki öll­um. Börn sem eiga erfitt með að til­einka sér bók­nám upp­lifa oft van­mátt­ar­kennd sem síðan fylg­ir þeim áfram í líf­inu. Eins er ef börn eru lögð í einelti hvort sem það er í skóla eða ann­ars staðar þá eru þau oft og tíðum föst í þeim aðstæðum.

Sjálf­hverfa barna

Önnur ástæða fyr­ir því að ræt­urn­ar liggja í æsk­unni er sú sjálf­hverfa sem teng­ist því hvar börn eru stödd í þroska­ferl­inu. Börn skort­ir víðsýni; að sjá heild­ar­mynd­ina. Vand­inn við að barnið sér sig sem nafla al­heims er sá að það fer að þróa með sér rang­hug­mynd­ir ef um­hverfisaðstæður koma ekki til móts við þarf­ir þess. Til að mynda ef að barn upp­lif­ir end­ur­tekna höfn­un upp­lif­ir barnið það sem sína sök; af því að „ég er ekki nógu góð/​góður“, „það er eitt­hvað að mér“ – barnið sér ekki höfn­un­ina sem vanda­mál um­hverf­is­ins held­ur eign­ar sér hana. Það sér ekki að höfn­un­in er vegna þess að umönn­un­araðil­inn er mögu­lega ekki fær um að vera til staðar fyr­ir barnið á þann hátt sem barnið þarfn­ast, en barnið túlk­ar það sem barnið sjálft sé ekki nógu gott til að eiga það skilið að vera elskað.

Flótti frá til­finn­ing­um

Til að koma í veg fyr­ir að óþægi­leg­ar til­finn­ing­ar fest­ist innra með okk­ur þurf­um við að fara í gegn­um þær al­veg sama á hvaða aldri við erum. Ef að við verðum fyr­ir áfalli, eins og til að mynda missi ná­kom­ins ætt­ingja, erum við mann­fólkið þannig gerð frá nátt­úr­unn­ar hendi að okk­ur er ætlað að vera í þeim sárs­auka sem við erum að upp­lifa í tengsl­um við áfallið; við þurf­um hrein­lega að vera í þeim erfiðu til­finn­ing­um sem fylgja áfall­inu til að losa þær út úr kerf­inu. Slíkt hið sama á við um börn. Það get­ur þó verið ein­stak­lega erfitt fyr­ir börn í ljósi þess að þau geta sí­end­ur­tekið verið föst í aðstæðum sem þeim líður illa í. Í ofanálag, eins og fyrr seg­ir, eru börn viðkvæm­ir ein­stak­ling­ar; þau þola mun minni til­finn­inga­leg­an sárs­auka held­ur en þau okk­ar sem eru full­orðin. Til að barn geti lifað af í aðstæðum sem reyn­ast því erfiðar þróar barnið með sér varn­ir. „Part­ur“ innra með barn­inu tek­ur hluta af sárs­auk­an­um (til­finn­ing­un­um) frá barn­inu til að það geti „lifað af“. Á þann hátt er lík­legra að barnið geti lifað af í aðstæðum sem það höndl­ar ekki. Slík­ur flótti (ótti) frá til­finn­ing­um get­ur verið  nauðsyn­leg­ur fyr­ir barnið. Vand­inn er hins veg­ar sá að ef slík­ar varn­ir hafa þró­ast innra með okk­ur í æsku þá fylgja þær okk­ur yf­ir­leitt áfram fram á full­orðins­ár og valda því að við höld­um áfram að vera hrædd við þær til­finn­ing­ar sem búa innra með okk­ur. Kerfið okk­ar finn­ur ýms­ar leiðir til þess að „barnið innra með okk­ur“ finni ekki of mik­inn sárs­auka. Flótti frá til­finn­ing­um get­ur einnig komið  fram í fíkn­um. Ekki er óal­gengt að fíkn­ir byrji strax í æsku en þær geta umbreyst í aðrar fíkn­ir á ung­lings- og full­orðins­ár­um.

Saga fólks hef­ur ekki ein­ung­is áhrif á þróun varna held­ur hef­ur menn­ing­in einnig áhrif. Það er ekki langt síðan að til­finn­ing­ar voru litn­ar horn­auga hér á landi. Dæmi um menn­ing­ar­leg­ar varn­ir eru fras­ar eins og „lífið held­ur áfram“, „það þýðir ekki að dvelja við þetta“, „þetta er búið“. Varn­irn­ar koma einnig fram í kyn­bundnu sam­hengi. Það er eins og kven­kynið hafi frek­ar leyfi til að vera í til­finn­ing­um held­ur en karl­kynið og oft í nei­kvæðri merk­ingu, eins og ekki gráta eins og stelpa, stór­ir strák­ar gráta ekki. Sem vís­ar til þess að dreng­ir hafi ekki leyfi til að vera til­finn­inga­ver­ur. Þetta eru þó allt varn­ir sem fara von­andi að líða und­ir lok.

Að mínu mati er mik­il­vægt og jafn­framt áhuga­vert að skoða barnið innra með okk­ur en varn­ir koma oft í veg fyr­ir að við skyggn­umst inn á við og skoðum sögu okk­ar í til­finn­inga­legu sam­hengi. Varn­irn­ar geta komið í veg fyr­ir að við náum að kynn­ast okk­ur sjálf­um. Þar að auki hafa þær til­finn­ing­ar og varn­ir sem sitja fast­ar í barn­inu innra með okk­ur þau áhrif að við erum oft föst í óheil­brigðum mynstr­um (við sækj­um í aðstæður sem eru slæm­ar fyr­ir okk­ur). Að sama skapi bitna til­finn­ing­arn­ar og varn­irn­ar á líðan okk­ar og sam­skipt­um við annað fólk. Fyrsta skrefið í átt að til­finn­inga­legri vellíðan eða breytt­um lífs­mynstr­um er að horf­ast í augu við þær til­finn­ing­ar sem búa innra með okk­ur.

Grein birtist upphaflega á mbl.is