Skip to main content
Fréttir

Baráttan rétt að byrja!

By February 23, 2018No Comments

Síðustu vikur hafa verið annasamar hjá Hugaraflsfólki.  Hefðbundin verkefni sem fylgja starfinu, hópavinna, Hugaraflsfundir, félagsstarf og kynningarviðtöl eru alltaf á sínum stað.  Erlend samstarfsverkefni eru í fullum gangi og gestkvæmt hefur verið hjá okkur í Borgartúni 22.  Stjórnmálamenn hafa komið við hjá okkur til þess að kynna sér starfsemina og stöðu mála.  Og fulltrúar Hugarafls hafa líka verið á ferðinni um allan bæ og rætt við ráðamenn niður á Alþingi og í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Við erum innilega þakklát fyrir þann mikla stuðning sem við finnum fyrir þessa dagana sem gefur okkur bæði styrk og von til að halda ótrauð áfram í nafni valdeflingar og batamiðaðar hugmyndafræði.

Okkur þykir við hæfi að taka saman tvær stuttar klippur sem gætu hafa farið framhjá fólki í liðinni viku.  Sú fyrri er viðtal sem tekið var við Auði Axelsdóttur á Bylgjunni miðvikudaginn 21. febrúar.  Sú seinni er ábending frá Ásmundi Friðrikssyni, Alþingismanni til þingheims um að standa vörð um fallegasta blómið í garðinum, frekar en að slíta það upp með rótum, líkt og mörgum finnst nú verið að gera með starfsemi GET og Hugarafls.

Hugarafsfólk er bjartsýnt á að lausnir finnst og bindur miklar vonir við fund með félagsmálaráðherra í næstu viku.  Njótum helgarinnar kæru vinir og félagar.  Sjáumt hress og kát í næstu viku!