Skip to main content
Fréttir

Afmælishátíð – Hugarafl 20 ára

Kæru vinir 

Hugarafl fagnar 20 árum þann 8. júní frá 14:00 – 16:00.

Bjóðum ykkur velkomin að fagna með okkur í húsakynnum Hugarafls í Síðumúla 6, 108 Reykjavík. 

Fögnum því að Hugarafl hefur í 20 ár hafa stuðlað að nýjum áherslum í geðheilbrigðiskerfinu, hafa barist fyrir mannréttindum, breytt samfélaginu á einn eða annan hátt, verið og erum stærsti notendahópurinn á Íslandi og innleitt valdeflingu og batanálgun. 

Hátíðin byrjar á formlegum nótum í fundarsal Hugarafls á annarri hæð. Gott aðgengi fyrir öll að húsnæðinu og fundarsalnum og að lokum verða dásamlegar veitingar í boði.