Skip to main content
Fréttir

Afmæli Hugarafls

By júní 4, 2014No Comments

Afmæli Hugarafls 5. Júní 2014

Fimmtudaginn 5. Júní n.k ætlum við í Hugarafli að gera okkur glaðan dag ásamt velunnurum og vandamönnum. Fjölmiðlum er boðið að taka þátt í deginum með okkur.

Dagskrá er eftirfarandi:

Kl 12 Rúmrusk Hugarafls
Sjúkrarúmi með ,,sjúklingi” verður ýtt frá bráðamóttöku geðsviðs LSH við Hringbraut  og er öllum velunnurum okkar boðið að ganga með okkur.
Við þennan gjörning eru náttföt og náttsloppar mjög viðeigandi klæðnaður.
Með þessu viljum við vekja athygli á að geðraskanir eru langt frá því að vera leyst vandamál. Þessi vandi verður ekki leystur með því að fela hann inni á geðdeildum.
Stórt skref í rétta átt er að gera vandann sýnilegan, útrýma fordómum og nálgast hann á heildrænan hátt, þ.e. ekki bara sem læknisfræðilegt eða líkamlegt vandamál, heldur sem félagslegt og sálrænt vandamál líka

Kl 15 – 17 Kaffisamsæti Hugarafls
Boðið verður uppá kaffi og tertuhlaðborð hjá okkur að Borgartúni 22 , 2. hæð. Kræsingum ætlum við að renna niður með dásamlegri tónlist Högna Egilssonar ofl.
Það væri okkur einlæg ánægja að sjá sem flesta með okkur bæði í Rúmruski og Kaffihlaðborði, ef einhver kemst ekki í bæði þá endilega að vera með í öðru hverju.

Mæting kl: 11:30 á Geðsvið Landspítalans (Aðalinngangur), fram hjá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg, þaðan Smiðjustíg yfir Laugaveg, út Hverfisgötu (til hægri), niður Snorrabraut inná Bríetartún, niður Katrínartún (svo til hægri), inn Borgartún 22.

 

 

Hugarafl bíður alla velkomna