Boðað er til aðalfundar Hugarafls 2018. Eftirfarandi eru fyrirhuguð fundardagskrá auk þeirrar lagabreytingar sem liggur fyrir fundinum.
Aðalfundur Hugarafls 2018
Borgartúni 22, 2. hæð, þann 28. desember kl. 10-12
- Ávarp formanns, fundur settur
- Staðfest skipan fundarstjóra, fundarritara og tveggja atkvæðateljara
- Staðfest lögmæti aðalfundarboðs
- Skýrsla stjórnar
- Ársreikningur síðasta árs kynntur og borinn upp til samþykktar
- Lagabreytingar
- Kosning stjórnar
- Önnur mál
- Fundarslit
Allir félagsmenn sem hafa verið virkir í starfi Hugarafls a.m.k. 3 mánuði fyrir aðalfundinn eða lengur eru velkomnir á aðalfund félagsins og hafa eitt atkvæði hver svo framarlega sem skilyrði 5. greinar séu uppfyllt. Starfsmenn Hugarafls hafa tillögurétt og málfrelsi á fundinum rétt eins og aðrir félagsmenn Hugarafls.
Opið er fyrir framboð til stjórnar og varasæta í stjórn. Framboð skulu berast til Málfríðar Hrundar Einarsdóttur formanns Hugarafls fyrir kl. 16 27. desember 2018.