Skip to main content
Fréttir

Aðalfundur Hugarafls 2018

By desember 4, 2018desember 5th, 2018No Comments

Boðað er til aðalfundar Hugarafls 2018. Eftirfarandi eru fyrirhuguð fundardagskrá auk þeirrar lagabreytingar sem liggur fyrir fundinum.

Aðalfundur Hugarafls 2018

Borgartúni 22, 2. hæð, þann 28. desember kl. 10-12

  1. Ávarp formanns, fundur settur
  2. Staðfest skipan fundarstjóra, fundarritara og tveggja atkvæðateljara
  3. Staðfest lögmæti aðalfundarboðs
  4. Skýrsla stjórnar
  5. Ársreikningur síðasta árs kynntur og borinn upp til samþykktar
  6. Lagabreytingar
  7. Kosning stjórnar
  8. Önnur mál
  9. Fundarslit

Allir félagsmenn sem hafa verið virkir í starfi Hugarafls a.m.k. 3 mánuði fyrir aðalfundinn eða lengur eru velkomnir á aðalfund félagsins og hafa eitt atkvæði hver svo framarlega sem skilyrði 5. greinar séu uppfyllt. Starfsmenn Hugarafls hafa tillögurétt og málfrelsi á fundinum rétt eins og aðrir félagsmenn Hugarafls.

Opið er fyrir framboð til stjórnar og varasæta í stjórn. Framboð skulu berast til Málfríðar Hrundar Einarsdóttur formanns Hugarafls fyrir kl. 16 27. desember 2018.