Hugarró með Hugarafli. Auður Axelsdóttir mun leiða opið samtal á föstudaginn klukkan 11:00 í beinu streymi.
Hvernig er að vera aðstandandi manneskju sem tekst á við andlegar áskoranir? Hvernig getum við eflt okkur í þessu mikilvæga hlutverki, haldið heilsu og haldið áfram að vaxa sem einstaklingar? Hvað er óhjálplegur stuðningur? Hvernig getum við veitt stuðning með virðingu?
Föstudaginn 26. júní kl. 11-12 verður síðasta Hugarró-streymið fyrir sumarfrí og við hvetjum öll að taka þátt. Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi og framkvæmdastjóri Hugarafls mun fara yfir fjölskyldunálgun, aðstandendamálin og hvernig við getum stutt ástvini okkar í gegnum krísur.
Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta. Samtalið er opið og á ykkar forsendum.
Útsendingin verður á likesíðu Hugarafls og hjá Stundinni