Skip to main content
Greinar

Hugarafl – opið samtal

By mars 20, 2018No Comments

Tryggvi Gíslason

Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, skrifar opið bréf til forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, Alþingis og Verferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Und­an­farin fimmtán ár hefur fag­fólk innan Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins: sál­fræð­ing­ur, iðju­þjálfi, félags­ráð­gjafi og jóga­kenn­ari starfað í teymi í sam­vinnu við Hug­arafl, sem eru frjáls sam­tök þeirra sem þurfa á hjálp að halda vegna geð­heilsu. Starf teym­is­ins er nefnt „geð­heilsa-eft­ir­fylgd” og er horn­steinn þjón­ustu­starfs sem byggir á nýrri leið innan íslenska geð­heil­brigð­is­kerf­is­ins í sam­ræmi við áherslur í aðgerð­ar­á­ætlun Alþingis í geð­heil­brigð­is­mál­um, ályktun Sam­ein­uðu þjóð­anna og Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar WHO, þar sem meg­in­á­hersla er lögð á opin úrræði og sam­starf við þá sem á hjálp þurfa að halda – og fjöl­skyldur þeirra – sem geta leitað eftir þjón­ustu á eigin for­sendum og án til­vís­unar frá lækni. Orðið vald­efl­ing felur í sér að hafa vald til þess að taka ákvarð­anir sjálf­ur, hafa aðgang að upp­lýs­ingum og úrræðum og læra að hugsa á gagn­rýn­inn hátt og hafa áhrif á eigin líf og efla jákvæða sjálfs­mynd sína og vinna bug á for­dóm­um.

Nú hefur yfir­stjórn Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins ákveðið að leggja niður fjögur stöðu­gildi, sem tengst hafa þessu hjálp­ar­starfi – án rök­stuðn­ings – og heil­brigð­is­ráð­herra hefur enn ekki lagt til lausn á mál­inu sem henni ber skylda til. Fella á þetta hjálp­ar­starf undir til­vís­ana­kerfi og þeir, sem á hjálp þurfa að halda, geta ekki lengur leitað beint til þjón­ustu á eigin for­sendum og án til­vís­unar frá lækni.

Fimmtán ára starfi kastað fyrir róða
Árið 2016 fengu á sjötta hund­rað ein­stak­lingar reglu­bundna þjón­ustu „geð­heilsu-eft­ir­fylgd­ar”. Það ár leit­uðu nær 900 ein­stak­lingar beint til Hug­arafls. Voru komur þessa fólks yfir 12 þús­und. Veitt voru yfir 2000 við­töl (síma­við­töl ekki með­tal­in), auk vitj­ana, þjálf­unar á vett­vangi og útkalla vegna bráða­til­fella.
Nú á að kasta fyrir róða fimmtán ára starfi þar sem brotið var blað í hjálp við þá sem þurfa á hjálp að halda vegna geð­heilsu sinn­ar. Guðný Björk Eydal, pró­fessor við Fálags­ráð­gjafa­deild Háskóla Íslands, og Stein­unn Hrafns­dótt­ir, dós­ent við Fálags­ráð­gjafa­deild Háskóla Íslands, telja starfið sé ein­stök þjón­usta sem ekk­ert annað úrræði veitir með sama hætti. „Að­ferðir sem byggja á hug­mynda­fræði vald­efl­ingar og aðferðum bata­lík­ans hafa á und­an­förnum árum verið grunn­stef í alþjóð­legri stefnu­mótun í geð­heil­brigð­is­mál­u­m,” eins og segir í grein­ar­gerð Guð­nýjar Bjarkar og Stein­unnar Hrafns­dótt­ur.

Áskorun til Alþingis og rík­is­stjórnar
Sem kenn­ari hálfa öld, þar sem ég horfði upp á van­mátt nem­enda sem máttu sín minna og áttu fáa úrkosti, og sem aðstand­andi ein­stak­linga sem hafa þurft á hjálp að halda vegna geð­heilsu, skora ég á for­sæt­is­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, Alþingi og Ver­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur­borgar að reka af sér slyðru­orðið og gefa Hug­ar­afli kost á að vinna áfram að „geð­heilsu­eft­ir­fylgd”, sem er horn­steinn þjón­ustu­starfs við þá sem glíma við geð­heilsu og byggir á nýrri leið, bæði innan hins ís­lenska og hins alþjóð­lega geð­heil­brigð­is­kerf­is.

Grein birtist upphaflega á kjarninn.is