Fimmtudaginn 1. mars kom Hugaraflsfólk saman í fundarsalnum til að þakka verkefnastjóra fyrir vel unnin störf í þágu Hugarafls. Sigrún Halla Tryggvadóttir sem verið hefur fyrirmynd og stuðningsaðili svo margra síðastliðin þrjú ár ætlar nú að söðla um og fara aftur í skóla á komandi hausti. Markmiðið er að ná sér í kennararéttindi en Sigrún hafði þegar lokið háskólanámi í sagnfræði með stuðning frá GET og Hugarafli, áður en hún tók að sér starf verkefnastjóra hjá okkur.
Fundarsalurinn var þétt setinn og margir lýstu persónulegri reynslu af því hversu mikilvægt það var fyrir þá að hafa Sigrúnu sem fyrirmynd, stuðningsaðila og kolllega 🙂 í öll þessi ár sem hún hefur verið virkur þátttakandi innan Hugarafls. Bæði sem notandi og síðar sem starfsmaður. Útbúin hafði verið forláta geðræktarkassi með góðum gjöfum til Sigrúnar. Og eftir stutta tónleika í tölvuherberginu, þar sem Árni og Stefán tóku létta Queen syrpu, var svo boðið í dýrindis kökur og kaffi.
Takk fyrir þitt frábæra framlag til Hugarafls Sigrún. Og við höldum áfram sambandi og sjáumst fljótt aftur.
Árni og Stefán héldu uppi fjörinu.