Skip to main content
FréttirMyndbönd

Forsætisráðherra spurð um stöðu mála

By mars 2, 2018mars 15th, 2018No Comments

Guðmundur Ingi Kristinsson bar upp fyrirspurn til forsætisráðherra, m.a. um málefni Hugarafls á Alþingi undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir.  Guðmundur biðlaði til for­sæt­is­ráðherra á að koma í veg fyr­ir að sam­tök­in verði lögð niður. „Þetta eru fé­laga­sam­tök sem virka 100% og eru frá­bær,“ sagði Guðmund­ur Ingi og kvað Hug­arafl vera með 12.000 kom­ur á ári. „Þetta eru 55 millj­ón­ir sem eru þarna und­ir og það á að byrja að rífa þetta niður núna.“

Forsætisráðherra, svaraði því svo til í fyrra svari, að mál­efni Hug­arafls væru á borði heil­brigðisráðherra og hún vænti þess að ráðherra tæki þau mál fyr­ir og föst­um tök­um,  Í seinni svari sínu tjáði Katrín hins vegar þingheimi að málefni Hugarafls og notenda væru hjá félagsmálaráðherra. Hugarafl sendi nýlega frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að styrkir frá félagsmálaráðuneitinu lákka um 2.5 milljónir til samtakanna fyrir árið 2018.  Félagsmálaráðherra er nú þegar búinn að vísa til baka á heilbrigðisráðherra um að finna fjármagn til að tryggja rekstur Hugarafls og GET.

Guðmundur Ingi ræddi einnig við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og má heyra það góða viðtal hér fyrir neðan ásamt fyrirspurn þingmannsins til forsætisráðherra.

Hugarflsfólk er nú farið að kannast við aðferðir ríkistjórnarinnar sem enn og aftur kasta notendum og samtökunum á milli hæða í Velferðarráðuneytinu. Á milli ráðherra heilbrigðismála og félagsmála sem hvorugur taka ábyrgð á stöðunni. Og í dag bættist forsætisráðherra við þann hóp sem gefur engin svör, viðheldur óvissunni og bendir á alla aðra. Takk fyrir góða fyrirspurn Guðmundur! Við gefumst ekki upp við að leita svara!

Fyrirspurn til forsætisráðherra

Viðtal við Þingmann Flokks Fólksins á Bylgjunni