Hugarafl veitir félagsmönnum öfluga þjónustu daglega í gegnum fjarfundarbúnað

Vegna fyrirmæla Almannavarna og samkomubanns heilbrigðisráðherra verður lokað í húsakynnum Hugarafls frá 16. mars. Lokunin varir í fjórar vikur til að byrja með og svo munum við meta stöðuna.

Við munum nýta tækifærið til að nota fjarfundarbúnað. Virkir Hugaraflsfélagar munu geta setið daglega jafningjahópa í gegnum Zoom. Leiðbeiningar og frekari upplýsingar má finna í lokuðum facebook hópi fyrir Hugaraflsfélaga.

Einstaklingsstuðningur og bókuð samtöl munu fara fram þrátt fyrir lokunina. Fyrirkomulag slíkra samtala er samkomulag milli þeirra aðila (hvort það verði í gegnum Zoom, símtal eða annað).

Munum að hlúa að okkur á þessum tímum, virkja bjargráðin og leita til stuðningsnets okkar. Við minnum á að hægt er að hlusta á hlaðvarpsþætti Hugarafls hugarafl.is/hladvarp/ ef ykkur vantar afþreyingu á komandi vikum.

Hér má sjá Hugarró sem var tekið upp í beinni útsendingu, opið samtal sem Auður Axelsdóttir leiddi www.hugarafl.is/horfdu-a-hugarro-med-hugarafli/ 

Verkfærakista á tímum kórónu þar sem Hugaraflsfólk tók saman bjargráð á þessum óvissutímum www.hugarafl.is/verkfaerakista-a-timum-koronu/

Við munum svara fyrirspurnum sem okkur berast á hugarafl@hugarafl.is og í síma: 414 1550 á dagvinnutíma.

Fréttir frá fjarfundum

Fjarfundir

Hugarró með Hugarafli á föstudaginn

Við verðum aftur með Hugarró með Hugarafli á föstudaginn Við fengum frábærar viðtökur í síðustu…
Fjarfundir

Auður Axelsdóttir í viðtali hjá Rás 1

Guðrún Gunnarsdóttir hjá Rás 1 tók viðtal við Auði Axelsdóttur í Mannlega þættinum í morgun.…
Fjarfundir

Verkfærakista á tímum kórónu

Hugaraflsfólk tóku saman bjargráð í verkfærakistuna sem hjálpa þegar rútínan breytist vegna samkomubanns. Hvað er…
Fjarfundir
Horfðu á Hugarró með Hugarafli