Skip to main content
FjarfundirFréttir

Geðfræðsla Hugarafls í Hugarró

Geðfræðsla Hugarafls – Hugarró með Fríðu og Fjólu föstudaginn 15 janúar

Hugarró Hugarafls er beint streymi á facebook síðu Hugarafls. Við hófum þessa viðburði í mars-apríl 2020 til að koma á móts við þörf almennings um opna umræðu um geðheilbrigðismál á krefjandi tímum. Öll áhugasöm eru hvött til að taka þátt.
Nú er komið að öðru Hugarró streymi ársins 2021! Föstudaginn 15. janúar kl. 11-12 mun munu Málfríður Hrund Einarsdóttir og Fjóla Kristín Ólafardóttir Hugaraflsfélagar segja frá geðfræðslu Hugarafls. Í verkefninu fara einstaklingar með reynslu af andlegum áskorunum og bata í grunn- og menntaskóla og fræða um tilfinningar, geðheilsu og leiðir til að takast á við vanlíðan. Geðfræðsla Hugarafls var sú fyrsta sinnar tegundar og nær beint til unga fólksins þar sem talað er frá hjartanu, eigin reynslu og af einlægni.
Hvernig hefur verkefnið þróast í takt við tíðarandann í gegnum árin? Hvað höfum við lært af geðfræðslunni? Hvernig fer hún fram? Hvað er mikilvægt að hafa í huga? Hvað brennur á ungmennum landsins varðandi geðheilbrigðismál?
Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta. Samtalið er opið og á ykkar forsendum