Skip to main content
FjarfundirFréttir

Nýtt ár, nýjar áherslur í geðheilbrigðismálum

Fyrsta Hugarró ársins á morgun, föstudag!

Hugarró Hugarafls er beint streymi á facebook síðu Hugarafls. Við hófum þessa viðburði í mars-apríl 2020 til að koma á móts við þörf almennings um opna umræðu um geðheilbrigðismál á krefjandi tímum. Öll áhugasöm eru hvött til að taka þátt.
Nú er komið að fyrsta Hugarró streymi ársins 2021! Föstudaginn 8. janúar kl. 11-12 mun mun Svava Arnardóttir Hugaraflskona og iðjuþjálfi tala undir yfirskriftinni „Nýtt ár, nýjar áherslur í geðheilbrigðismálum“.
Í upphafi nýs árs finnum við oft hvata og löngun til að breyta og aðlaga líf okkar enn frekar í samræmi við eigin gildi. Hvernig sjáum við fyrir okkur að hægt væri að aðlaga starfshætti og áherslur í geðheilbrigðismálum þannig að mannvirðing, bati af andlegum áskorunum og valdefling leiddi för? Hvernig væri hægt að meta reynslu fólks á eigin lífi til fulls? Svava mun deila hugmyndum frá stefnumótun Hugaraflsfélaga og ræða við áheyrendur.
Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta. Samtalið er opið og á ykkar forsendum.