Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Viðtal við Auði Axelsdóttir í Sumarmálum

By ágúst 15, 2016No Comments

DV1103102999Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi og forstöðumaður geðheilsumiðstöðvar heilsugæslunnar var nýverið í viðtali í þættinum Sumarmál í ríkisútvarpinu.  Auður sem jafnframt er einn af stofnendum Hugarafls og ötull talsmaður um bætt geðheilbrigðiskerfi, ræddi þar meðal annars um næringu í víðara samhengi, geðheisluna og lyfin.  Félagsleg, andleg og tilfinningaleg næring skiptir líka máli, ekki síður en sú næring sem við setjum ofan í okkur.  Tengsl við aðra eru eitt af því sem getur brostið þegar okkur líður ekki vel og því mikilvægt að hugað sé að því að styrkja slík tengsl í bataferlinu.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Auði í Sarpnum á vef ríkisútvarpsins.   Viðtalið byrjar á 27. mínútu.