Fréttir

Uppskeruhátíð Reykjavíkurmaraþons

By september 30, 2015No Comments
06-IMG_1202

Maraþonmæðgurnar Steiney Skúladóttir og Halldóra Geirharðsdóttir fóru á kostum á uppskeruhátíðinni. Mynd: Kristinn H.

Nú liggja fyrir niðurstöður úr áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015.  Hlauparar söfnuðu 158.473 krónum til Hugarafls og erum við innilega þakklát hlaupurum og styrkjendum fyrir sitt framlag þetta árið.

Fulltrúar Hugarafls mættu á uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons 2015 þar sem niðurstöður voru tilkynntar.   Viðurkenningar voru veittar og meðal annars var sú nýbreytni að veitt voru verðlaun til góðgerðafélaga sem voru með hvatningarstöð á hlaupaleiðinni. Um var að ræða útdráttarverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur sem komu í hlut UNICEF á Íslandi og Minningarsjóðs Ölla.

Nú getum við í Hugaraflinu strax farið að æfa okkur fyrir næsta Reykjavíkurmaraþon, hvort sem ætlunin er að hlaupa eða mæta til þess að hvetja hlauparana.

[embedyt]http://www.youtube.com/watch?v=r27UMAGvxC0[/embedyt]