Skip to main content
FjarfundirFréttir

Unghugar í göngu í Öskjuhlíð

Unghugar virtu ráðlagða lágmarksfjarlægð en láta ekki óvenjulega tíma stöðva sig! 💪Unghugar skelltu sér í göngu í Öskjuhlíð á þriðjudaginn og nutu veðurblíðunnar – með tveggja metra fjarlægð frá hvert öðru! 😅

Starfsemi Hugarafls er enn í fullum gangi þó hún fari fram með öðrum hætti en áður. Það er til dæmis búin að flytja hópastarfið yfir á fjarfundarbúnað zoom og félagsmenn hafa hist þar að lágmarki einu sinni á dag í þessari viku.

Hlökkum til að segja ykkur meira frá því hvernig við höfum aðlagað starfið á næstu dögum.