Skip to main content
Fréttir

Tímabundin röskun á starfsemi Hugarafls vegna flutninga

By mars 19, 2019No Comments

Þessa dagana standa yfir flutningar í Hugarafli og má reikna með einhverri röskun á starfseminni vegna þeirra.  Við biðjumst velvirðingar á öllum óþægindum sem upp kunna að koma og hlökkum til að sjá sem flesta í nýju húsnæði þegar það verður opnað eftir helgina. Það er létt yfir Hugaraflsfólki eins og sjá má á meðfylgjandi texta sem við settum saman um fluttningana á Fésbókinni.

Greiningarviðmið vegna starfsemisröskunar:
A. Tímabil þar sem helstu munum og eigum félagsins er pakkað niður. Þetta þarf að vara í að minnsta kosti í eina viku og vera til staðar mest af deginum, næstum alla virka daga.

B. Að á þessu tímabili séu þrjú eða fleiri einkenni til staðar í miklum mæli, fjögur ef eftirvænting er eingöngu til staðar og þau sýni fram á marktæka breytingu frá annars hefðbundinni starfsemi:
1. Eirðarleysi eða tilfinning um mörg verkefni óunnin.
2. Dagdraumar um ný herbergi og fallegt umhverfi.
3. Tilhlökkun.
4. Talar í auknum mæli um límband, skæri og fjölda kassa.
5. Pappírsskurður af blöðum og dagblöðum.
6. Minnkuð dagskrá en fjöldi annarra hluta til að hjálpast að við.
7. Gott andrúmsloft og hópandi.


Á mannamáli: við erum í óðaönn við að pakka niður og undirbúa flutninga þar sem þetta er síðasta vikan okkar í Borgartúni 22. Við höldum áfram ádeilu á sjúkdómsvæðingu auk þess að miðla valdeflingu, batahugmyndafræði og öðru sem máli skiptir í geðheilbrigðisumræðunni.