Skip to main content
Greinar

Þeir deyja sem þegja!

By desember 8, 2016No Comments

Einar Áskelsson

„Alla ævi hef ég átt erfitt með að viður­kenna að „ég get ekki“.  Biðja um hjálp. Verið mótaður af því að „vera ekki með þetta væl“. Standa mig. Sum­arið 2015 var ég fár­veik­ur eft­ir að hafa þróað veik­ind­in í tvö ár. Vissi ekki hvað væri að annað en að mér leið and­styggi­lega og stöðugt að fá ofsa­kvíða- og panik­köst,“ seg­ir Ein­ar Áskels­son í sín­um nýj­asta pistli:

Ég var kom­inn í ör­vænt­ingu og í rælni „blés ég út“ á face­book. Fékk lygi­leg viðbrögð. Fólk meinti ef­laust vel með að segja mér „hrista þetta úr mér“, „rífa sig upp“, „hafa marg­ir það miklu verra“. Sum­ir skömmuðu mig! Ég var þá bú­inn að fara í gegn­um „burn out“ og gegn­sær af viðkvæmni. Eins og að fá salt í sár að heyra þetta! Það var svo grunnt á skömm­inni og aum­ingja­komp­l­exn­um í mér. Ég hrökk til að baka og ætlaði að hætta. En ég fékk miklu fleiri já­kvæð viðbrögð. Ég ákvað, hversu illa sem mér leið, að vera op­inn á face­book og vera „fokk­ing væl­andi“ ef ein­hverj­um fannst það. Það reynd­ist mín lífs­björg að lok­um!

Í lok ág­úst 2015 gat ég ekki meira. Ofsa­kvíða- og panik­köst­in voru 2–4 á dag og stóðu yfir í allt að 3 tíma og ég fór í „black out“ af sárs­auka. Þegar þau náðu sam­an gat ég ekki meir. Ég þorði ekki að fara út í búð eða vera á meðal fólks af ótta við að fá kast. Ég tók stóra ákvörðun um að kveðja í svart­nætti hug­ans og hef sagt frá því áður. Það var guðs mildi að ákvörðunin snér­ist í hönd­un­um á mér! Það varð upp­hafið að bata­göng­unni minni. Ég trúi ekki á til­vilj­an­ir. Hér var verið að vísa mér veg… eft­ir að ég „sleppti tök­un­um“.

Því er ég enn og aft­ur að rifja þetta upp? Ég var sískrif­andi um mína líðan sem hjálpaði mér í gegn­um erfiðar dýf­ur, ásamt að semja ljóð og lög. Í des­em­ber 2015 ákvað ég að stíga í ótt­ann og birta pist­il sem byggði á minni reynslu. Það var stórt skref í mín­um bata. Viðbrögðin voru fram­ar von­um og þá áttaði ég mig á hversu stór hóp­ur af fólki þjá­ist hvern dag! Sum­ir þora ekki að op­in­bera veik­indi sín út að skömm og ótta við álit sam­fé­lags­ins. Berj­ast samt áfram í gegn­um vinnu­dag­inn.

Ég er ekki sér­fræðing­ur í and­leg­um veik­ind­um eða hvað öll­um er fyr­ir bestu. Ég er bara venju­leg mann­eskja með lífs­reynslu. Síðan í des­em­ber hef ég ritað marga pistla. Flesta í svipuðum dúr. Fór auk þess í stórt helgar­viðtal hjá DV. Ég veit að sum­um fannst Ein­ar vera orðinn of at­hygl­is­sjúk­ur. Að skrifa og birta mína reynslu hef­ur ekk­ert með mitt egó að gera. Að skrifa er mín sjálfs­hjálp. Að birta er ég að gefa af mér. Ég birti ekk­ert sem ég hef ekki öðlast frelsi gagn­vart, vit­andi ég gæti átt von á nei­kvæðum viðbrögðum. Að eiga reynslu af þefa af dauðanum þá er ekki til þörf í mér fyr­ir at­hygli á sjúk­an hátt. Til­gang­ur­inn er að miðla reynslu til þeirra sem vilja og geta nýtt sér hana. Mig lang­ar líka að stuðla að opn­ari umræðu í sam­fé­lag­inu um and­leg veik­indi. Sporna við for­dóm­um. Ég hafði tekið eft­ir að ekki eru til marg­ar reynslu­sög­ur á ís­lensku um mín veik­indi eða and­leg veik­indi al­mennt. Er fróðleiks­fús og leitaði að upp­lýs­ing­um er­lend­is. Ég varð að vita ná­kvæm­lega hvað væri að mér! Ég hef síðan lesið urm­ul af sög­um í gegn­um er­lenda sjálfs­hjálp­ar­hópa á face­book. Það hjálp­ar mér mest að geta sam­svarað mig við reynslu annarra og fengið viður­kenn­ingu á að mín veik­indi voru eng­in ímynd­um. Að ég væri ekki ekki bara „fokk­ing“ væl­andi út í horni! Og „hrist’etta úr mér“!

Út pistl­un­um mín­um hef ég fengið mý­mörg skeyti, sím­töl og komm­ent frá fólki. Venju­legu fólki sem er elsku­legt að láta mig vita að ég hafi gefið því eitt­hvað. Sum­um von og trú. Ég hef deilt pistl­un­um inn í flesta sjálfs­hjálp­ar­hópa á face­book ásamt öðrum hugðarefn­um. Áhrifa­mesta skeytið var frá mann­eskju sem hætti við að taka eigið líf og þakkaði mér fyr­ir pistl­ana. Ég ætl­ast ekki til að fá viðbrögð en ekk­ert gleður mig meira en vita af fólki sem er og get­ur þegið mína reynslu.  Að geta speglað sig í reynslu annarra er heilandi. Mér finnst eðli­leg mann­gæska að hjálpa öðrum ef ég get. Ég er hepp­inn að hafa kynnst fólki sem glím­ir við and­leg veik­indi. Fólk sem fær mig til að vera ég sjálf­ur. Fólk sem dæm­ir ekki. Fólk sem skil­ur mig. Fólk með ósvikna mann­gæsku og hjarta­hlýju. Fyr­ir það er ég þakk­lát­ur. Ég hélt ég væri ein­stak­ur með mín vanda­mál. Ég leitaði mér seint hjálp­ar. Fljót­lega áttaði ég mig á þeim fjölda fólks sem er að glíma við ýmis kon­ar and­leg veik­indi! Ég kynnt­ist þessu fólki í gegn­um fyrr­nefnda sjálfs­hjálp­ar­hópa á Face­book. „Geðsjúk“ var sá fyrsti og #ég­erekkita­bú átakið var að hefjast í byrj­un bat­ans hjá mér. Eft­ir að hafa fylgst með umræðunni  og viðbrögðum við efn­inu sem ég deildi, skynjaði ég ákveðinn sam­nefn­ara. Fólk með geðhvarfa­sýki, þung­lyndi, áfall­a­streiturösk­un, kvíðarösk­un o.s.frv. var að tengja við mína reynslu! Ég tengdi á móti. Við eig­um sam­leið. Eng­inn er ey­land!

And­lega veik­ir er þversk­urður þjóðfé­lags­ins, venju­legt fólk úr öll­um stétt­um og stöðum. Sum­ir á vinnu­markaði, aðrir ör­yrkj­ar. Eig­um það sam­eig­in­legt að glíma við and­leg veik­indi sem hef­ur slæm áhrif á okk­ar líðan og lífs­gæði. Þurf­um öll á ein­hvers kon­ar hjálp að halda. Það eru allt of marg­ir þarna úti sem eru í litl­um tengsl­um við fólk. Fólki sem líður það illa að það hef­ur ekki kjark og þor að leita sér hjálp­ar. Þetta fólk er það þakk­lát­asta sem ég hef upp­lifað á æv­inni. Þetta er fólk sem þekk­ir van­líðan, skömm og sárs­auka bet­ur en flest­ir. Því miður eru of marg­ir sem lifa í þögn­inni. Það er átak­an­legt. Það biður ekki um neitt en er þakk­lát allri hjálp. Það hef ég fundið í gegn­um mín skrif. Þetta fólk væl­ir ekki.

„Hættu þessu væli dreng­ur!“ Að segja þetta, ertu um leið að segja „ekki tala um til­finn­ing­ar“ „hvernig þér líður er auka­atriði“, „stattu þig!“. Þetta er ástæðan fyr­ir því að mér fannst, fyrst ekk­ert sást utan á mér, ég vera „fokk­ing“ væl­andi dag­inn út og inn. Frá því ég fann fyr­ir fyrstu ein­kenn­um veik­ind­anna sum­arið 2013 þar til bat­inn minn hófst í sept­em­ber 2015. Þá lifði ég í skömm að vera eins og ég er og reif mig niður. Ég hafði enga ástæðu til þess. ENGA! Það er ekki í lagi að þurfa að skamm­ast sín fyr­ir að vera fár­veik­ur. Það varð mér lífs­björg að skrifa í ör­vænt­ingu á face­book. Hefði ég ekki gert það væri ég ekki hér. Ég var kom­inn á loka­stig minn­ar rösk­unn­ar og sjúk­dóms. Ég vil ekki að all­ir þurfi að ganga svo langt því það get­ur verið of seint. Kreddu­viðhorf­in eins og „bara kell­ing­ar sem væla„, „sýndu nú af þér hörku dreng­ur“ o.s.frv., glumdu í hug­an­um svo ég þorði ekki opna. Al­veg eins og ég þorði ekki að opna sem barn. Var sagt við mig, sem ég veit að hljóm­ar kald­hæðnis­legt en ekki illa meint, „þeir deyja sem þegja“. Í fyrsta skiptið á æv­inni tókst mér að opna mig. Og þá var ekki aft­ur snúið!

Það vill svo til að and­lega veik­ir eru að kljást við lífs­hættu­lega sjúk­dóma. Sjúk­dóma sem eng­inn bað ekki um og hafði ekki val um að fá! Hver stefndi að því að þjást af geðhvörf­um þegar hann yrði stór? Eða lifa líf­inu í þung­lyndi? Ekki ég. Ég þekki því miður of marg­ar mann­eskj­ur sem hafa fallið frá fyr­ir ald­ur fram í blóma lífs­ins. Mann­eskj­ur sem hugsuðu kannski eins og ég „að vera ekki að þessu fokk­ing væli“ af ótta við viðbrögð annarra! Sorg­legra en hægt er að koma í orð. Guð blessi minn­ingu þeirra allra og verndi aðstand­end­ur þeirra.

Elsku­legi þú sem ert að lesa og ert í van­líðan en færð þig ekki til að leita þér hjálp­ar. Ég skora á þig að stíga skrefið. Að viður­kenna van­mátt sinn er stór­sig­ur. Það er lof­orð. Það er eng­in skömm í því og alls ekki tabú. Við erum svo mörg sem skilj­um þig. Þú verður aldrei ein eða einn. .Það er til von, trú og lausn. Trúðu mér.

„Hættu þessu væli dreng­ur!“.  Á meðan ég lifi held ég áfram að tjá mig. Já á meðan ég man. Ég hef aldrei „vælt“ um æv­ina. En þú?

 

Grein birtist upphaflega á MBL.is