Skip to main content
Fréttir

Þarf ekki að finna upp hjólið

By apríl 10, 2017No Comments
„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað ...

„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyr­ir hvað þetta er stórt úrræði sem við höf­um í Hug­arafli,“ seg­ir Mál­fríður Hrund Ein­ars­dótt­ir formaður Hug­arafls. mbl.is/​Krist­inn

Það vakti mikla at­hygli í vik­unni þegar þingmaður sagðist þurfa að yf­ir­gefa þing­húsið, und­ir liðnum störf þings­ins á Alþingi, vegna mál­efna Hug­arafls, sam­taka not­enda heil­brigðisþjón­ust­unn­ar. Með þeim orðum að það væri verið að leika sér með manns­líf. Sam­tök­in efndu til mót­mæla við vel­ferðarráðuneytið þar sem skertu fjár­fram­lagi til sam­tak­anna var mót­mælt en sam­tök­un­um eru ætlaðar 1,5 millj­ón­ir króna á þessu ári úr Vel­ferðarsjóði en þau fengu 3 millj­ón­ir árið 2016. Þá er ekki ljóst hvort Hug­arafli verður veitt­ur viðbót­ar­styrk­ur úr fé­lags­mála­hluta vel­ferðarráðuneyt­is­ins en í fyrra hljóðaði sá styrk­ur upp á 5 millj­ón­ir.

En hvað er Hug­arafl og hvaða viðbót færðu sam­tök­in inn í geðheil­brigðisþjón­ust­una?

Þegar Hug­arafl, sam­tök not­enda geðheil­brigðisþjón­ust­unn­ar, var stofnað fyr­ir 14 árum sagði þáver­andi formaður sam­tak­anna að finna þyrfti nýj­ar leiðir til að bæta líðan geðsjúkra og það yrði ekki síst gert með því að þeir sem noti geðheil­brigðisþjón­ustu geti haft áhrif á hana. Síðan þá hef­ur „vald­efl­ing“ verið eitt af kjör­orðum Hug­arafls, þar sem hátt í 900 manns fá aðstoð á hverju ári vegna geðrask­ana, í formi ým­iss kon­ar stuðnings, end­ur­hæf­ing­ar og starfsþjálf­un­ar.

Mál­fríður Hrund Ein­ars­dótt­ir, formaður Hug­arafls, seg­ir stöðuna mjög al­var­lega og þörf­in hafi aldrei hafa verið meiri fyr­ir þeirra þjón­ustu þar sem ný­skrán­ing­ar hafi til dæm­is marg­fald­ast og það sé mikið álag á starf­sem­ina að þurfa á hverju ári að standa í bar­áttu til að fá fé fyr­ir hana. Á mánu­dag stend­ur til að funda með heil­brigðisráðherra og fé­lags­málaráðherra.

„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyr­ir hvað þetta er stórt úrræði sem við höf­um í Hug­arafli. Þetta er stærsta virkniúr­ræði sem býðst hér á landi til end­ur­hæf­ing­ar fyr­ir fólk með geðrask­an­ir og það þarf að finna var­an­legri lausn til að þurfa ekki að standa í sama stapp­inu ár eft­ir ár því maður vill nýta ork­una í það frek­ar að geta sinnt fólk­inu,“ seg­ir Mál­fríður.

Horft til Hug­arafls er­lend­is

Kom­ur til Hug­arafls eru yfir 12.000 á ári og ný­skrán­ing­um hef­ur fjölgað mikið. Þannig voru ný­skrán­ing­ar, það er að segja fólk sem aldrei hef­ur komið áður, 50 tals­ins fyrstu 12 vik­ur árs­ins en allt síðasta ár voru ný­skrán­ing­ar um 150. Helm­ing­ur þess fólks sem er að koma í fyrsta sinn er á aldr­in­um 18-29 ára og virðist þjón­ust­an því höfða til yngri not­enda geðheil­brigðisþjón­ust­unn­ar.

„Hug­mynda­fræði Hug­arafls; vald­efl­ing­in, bygg­ist á því að fólk tek­ur sjálft þátt í að búa til sitt end­ur­hæf­ingar­pró­gramm og þá í sam­vinnu við fag­fólk og okk­ur sem erum kom­in í bata og vilj­um miðla af okk­ar reynslu. End­ur­hæf­ing­in fer til dæm­is fram í hópa­vinnu og ein­stak­lingsviðtöl­um og ým­iss kon­ar verk­efna­vinnu. Fólk kem­ur allsstaðar að, eft­ir sjúkra­hús­inn­lögn, að heim­an eft­ir ein­angr­un eða þegar það er farið að finna fyr­ir væg­ari ein­kenn­um.

Það hef­ur mikið verið leitað í okk­ar smiðju, bæði hér­lend­is, eins og þegar Klepps­spít­ali tók upp batamiðaða þjón­ustu, en það hef­ur líka verið leitað í okk­ar reynslu er­lend­is frá. Við höf­um til dæm­is verið í sam­bandi við Nati­onal Empower­ment Center í Banda­ríkj­un­um í gegn­um Daniel Fis­her geðlækni sem hef­ur oft heim­sótt okk­ur og þeir hafa horft til þess sem er að virka hjá okk­ur. Þá hafa há­skól­ar í Póllandi viljað fá að leita í okk­ar hug­mynda­smiðju og hrein­lega fá að gera eft­ir­mynd af henni en við höf­um ekki getað sinnt því sök­um tíma­skorts og við finn­um fyr­ir sama áhuga alls staðar á Norður­lönd­um.“

Hvað er það sem höfðar til not­enda Hug­arafls að mati Mál­fríðar?

„Meðal ann­ars held ég að það sé hvernig unnið er út frá jafn­ingja­grund­vell­in­um. Hér eru all­ir jafn­ir og fólk finn­ur áþreif­an­lega fyr­ir því að það er eng­inn æðri öðrum og ekki ójöfnuður milli meðferðaraðila og þess sem þigg­ur. Það er líka ein­falt að leita til Hug­arafls og milliliðalaust. Fólk þarf eng­ar grein­ing­ar eða til­vís­an­ir þannig að mál­in eru ekki flækt að óþörfu. Þú ert aldrei út­skrifaður í Hug­arafli og get­ur alltaf leitað þangað aft­ur og það er nokkuð stór hóp­ur sem er óvirk­ur í Hug­arafli en hef­ur komið aft­ur, hvort sem það er vegna bak­slags í bata eða að það bara vill halda tengsl­um.“

Mik­il sjálf­boðavinna

Mál­fríður seg­ir að þegar Hug­arafl byrjaði og hafði batamiðaða þjón­ustu í forgranni hafi mörg­um þótt það furðulegt.

„Það hafði svo lengi verið gengið út frá því í geðlækn­ing­um að halda ein­kenn­um niðri en ekki að fólk væri í bata­ferli. Bati er hins veg­ar mjög per­sónu­bund­inn en fyr­ir mér per­sónu­lega er bati þegar maður get­ur tekið þátt í sam­fé­lag­inu, verið með fjöl­skyld­unni og svo get­ur það eflst stig frá stigi, hversu miklu maður get­ur sinnt sem maður gat ekki áður. Sjálf kynnt­ist ég Hug­arafli fyr­ir sjö árum og var þá á sama stað og þeir veik­ustu. Með því að nýta mér vald­efl­ingu Hug­arafls er ég kom­in á þann stað þar sem ég er í dag. Bati þýðir hins veg­ar ekki að maður sé al­veg ein­kenna­laus, maður finn­ur kannski fyr­ir þeim en ræður við þau og get­ur tekið þátt í líf­inu.“

Mörg­um þykir skrýtið að heyra af því að hjá sam­tök­um sem veita slíka þjón­ustu og eru með 40-60 manns í húsi á hverj­um degi sé bróðurpart­ur starfs­ins unn­inn í sjálf­boðavinnu.

„Við erum með tvö stöðugildi á laun­um en það erum við not­end­urn­ir sem stýr­um dag­skránni og fund­um og öllu þarna í kring, not­end­ur sitja til dæm­is í stjórn fé­lags­ins.“ Aðspurð hvort Mál­fríði finn­ist önn­ur úrræði í heil­brigðis­geir­an­um ekki koma í stað Hug­arafls seg­ir hún að það sé óþarfi að vera alltaf að reyna að finna upp hjólið.

„Auðvitað þarf fólk að hafa val um hvert það fer í end­ur­hæf­ingu en það verður að fá að velja sjálft og hafa val um öfl­uga end­ur­hæf­ingu, ut­an­um­hald, og ekki vera í stöðugu kapp­hlaupi við tím­ann sem það hef­ur til að ná í bat­ann sinn. Hug­arafl hef­ur verið starf­andi í 14 ár og það hef­ur virkað. Unga fólkið hef­ur tollað hjá okk­ur svo af hverju ekki að setja fjár­magn í það sem er auðsjá­an­lega að virka?“