Hugarafl var eitt fjölmargra félaga- og hagsmunasamtaka sem fékk úthlutað styrkjum frá Reykjavíkurborg í Iðnó þann 14. febrúar síðastliðinn. Fulltrúar Hugarafls veittu styrknum viðtöku sem er upp á 7 milljónir króna og er það dágóð hækkun frá fyrri samningum.
Hugaraflsfólk er þakklát fyrir styrkveitinguna sem mun efla okkar starfsemi byggða á valdeflingu og batamiðari nálgun á komandi ári. Fjármagnið fer í utanumhald og þjónustu við íbúa Reykjavíkur sem leita til Hugarafls til stuðnings í bataferli sínu.
Frétt um styrkveitinguna má finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar á Reykjavik.is