Skip to main content
FréttirGreinar

Björgum Geðheilsu Eftirfylgd, björgum samvinnu notenda og fagfólks

By nóvember 3, 2017No Comments

Geðheilsa-eftirfylgd GET er teymi fagfólks sem hefur starfað innan heilsugæslu höfuðborgarsvæðis undanfarin 15 ár í nánu samstarfi við Hugarafl, samtök notenda og hornsteinn í innleiðing þjónustu sem byggir á batanálgun og valdeflingu í íslensku við geðheilbrigðiskerfi. Starfið er í samræmi við áherslur í aðgerðaáætlun Alþingis í geðheilbrigðsmálum, ályktun SÞ og WHO: Áhersla á opin úrræði, samstarf við notendur og að þeir og fjölskyldur þeirra geti leitað eftir þjónustu á eigin forsendum.

Sl. sumar samdi félagsmálaráðherra við Hugarafl um áframhaldandi starf samstakanna en nú boðar Heilsugæsla að leggja eigi teymið sem styður við það starf (alls 4 stöðugildi) niður án rökstuðnings og rjúfa samstarfið við Hugarafl! GET veittu árið 2016 540 einstaklingum reglubundna þjónustu og til Hugarafls leituðu 875 einstaklingar.

Úrræðið er óumdeilt og batasögur notenda hafa víða birst. Starf GET og Hugarafls hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og erlendis hefur samstarf teymisins við Hugarafl, samtök notenda, vakið sérstaka athygli.
Hér er verið að henda reynslu fyrir róða sem hefur sýnt gríðarlegan árangur og er unnin í jafningjasamstarfi við einstaklinga sem þekkja geðræna erfiðleika á eigin skinni. Hér er verið að minnka val í þjónustu við einstaklinga með geðraskanir og fjölskyldur þeirra. Við mótmælum því að Geðheilsa-eftirfylgd verði lögð niður, enda vitum við að þetta er úrræði sem hefur virkað fyrir fjölda fólks. Við erum reiðubúin til að láta í okkur heyrast – hvað með þig?

Starfsfólk teymisins er:
Auður Axelsdóttir forstöðumaður,
Ásdís Ármannsdóttir iðjuþjálfi,
Bragi Reynir Sæmundsson sálfræðingur,
Margret Ingvarsdottir sálfræðingur,
Unnur Vala Guðbjartsdóttir sálfræðingur
og Unnur Gudrun Oskarsdottir jógakennari

Til glöggvunar: https://www.heilsugaeslan.is/onnur-thjonusta/gedheilsa-eftirfylgd/

[embedyt] https://www.youtube.com/watch?v=G8gcHfEJjYo[/embedyt]