Skip to main content
Greinar

Stofnanir og félög

By febrúar 21, 2014No Comments

Barnaverndarstofa (http://www.bvs.is/): Barnaverndarstofa er stofnun á vegum ríkisins sem fer með daglega stjórn barnaverndarmála í umboði félagsmálaráðuneytisins. Í reglugerð um Barnaverndarstofu segir að stofan skuli vinna að samhæfingu og eflingu barnaverndarstarfs og annast daglega stjórn barnaverndarmála.

Meginverkefni Barnaverndarstofu greinast í tvö svið. Annars vegar margvísleg viðfangsefni sem lúta að starfsemi barnaverndarnefnda sveitarfélaga. Hins vegar yfirumsjón og eftirlit með rekstri sérhæfðra meðferðarheimila fyrir börn.

Umboðsmaður barna (http://www.barn.is/): Hlutverk umboðsmanns barna er að vinna að bættum hag barna og að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra sem eru undir 18 ára aldri.

Barna- og unglingageðdeild Landspítalans BUGL (http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/pages/ged_0017): Á deildinni er stunduð einstaklings-, hóp- og fjölskyldumeðferð. Alltaf er unnið með foreldrum og stundum allri fjölskyldunni. Meðferðartilboð eru fjölbreytt og sniðin að eðli vandans og þörfum skjólstæðinga. Á deildinni er unnið í þverfaglegu samstarfi. Fjölmargir hópar fyrir börn, unglinga og foreldra eru starfræktir. Má þar nefna hópmeðferð fyrir þunglynda unglinga, félagsfærniþjálfun og þjálfunarnámskeið fyrir foreldra. Göngudeildin veitir börnum og unglingum 17 ára og yngri þjónustu vegna geð- og þroskaraskana. Starfsemi göngudeildar er skipt í nokkur teymi s.s. almennt göngudeildarteymi, bráðateymi, fjölskyldumeðferðarteymi, átröskunarteymi og taugasálfræðiteymi.

Barnahús (http://www.barnahus.is/): Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi.

Barnageð (http://www.barnaged.is/): Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna barna og unglinga með geðraskanir og aðstandenda þeirra á öllum sviðum, að stuðla að fræðslu og forvörnum meðal félagsmanna og almennings og að veita félagslegan stuðning til barna og unglinga með geðraskanir, sem og fjölskyldumeðlimum þeirra. Allir sem þess óska geta gerst meðlimir í Barnageði, hvort sem um er að ræða einstaklinga sem hafa persónulega reynslu af geðheilbrigðisvandamálum eða einstaklinga sem hafa áhuga að tryggja góða framgöngu þessara mála á Íslandi.

ADHD-samtökin (http://www.adhd.is/): ADHD samtökin eru til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir, sem og fjölskyldum þeirra.

Fjölskyldumiðstöðin (http://www.barnivanda.is/): Markmiðið með starfrækslu Fjölskyldumiðstöðvarinnar er að aðstoða og styðja foreldra sem eiga börn í vanda, s.s. vegna vímuefnaneyslu, samskiptaerfiðleika og hegðunar. Fjölskyldumiðstöðin býður foreldrum ráðgjöf og stuðning þeim að kostnaðarlausu.

Sjónarhóll (http://www.sjonarholl.net/): Að Sjónarhóli , ráðgjafarmiðstöð ses., standa eftirfarandi samtök: ADHD samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum.Samtökin bjóða upp á faglega og óháða ráðgjöf fyrir aðstandendur barna sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða.

Ylfa: Rágjöf og nærþjónusta (http://www.ylfa.is/): Markmið fyrirtækisins er að aðstoða fólk með þroskafrávik og fjölskyldur þeirra til fullrar þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum hvort sem þörf er á mikilli aðstoð eða minni.

Systkinasmiðjan (http://www.verumsaman.is/): Systkinasmiðjan er ætluð fyrir systkini barna með sérþarfir og veita þeim tækifæri til að læra meira um fötlun eða veikindi systkina sinna.

Lífslistin (http://www.nyleid.is/): Markmið þjónustunnar er að veita ungu fólki, sem á í vímuefnavanda eða er í áhættuhópi og fjölskyldum þess, ráðgjöf og meðferð. Unnið er eftir aðferðum sem miða að því að skapa leiðir og verkfæri sem gerir ungt fólk hæfara til að takast á við lífið.

Vímulaus æska (http://vimulaus.is/): Foreldrasamtök sem halda sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga. Samtökineru með námskeið og fyrirlestra víða um land og sinnaöllum fyrirspurnum frá foreldrasamtökum, skólum og sveitarstjórnum.

Regnbogabörn (http://www.regnbogaborn.is/): Samtök sem vinna gegn einelti.

Hitt húsið (http://www.hitthusid.is/): Hitt húsið bíður upp á tómstundaaðstöðu, ráðgjöf og stuðning fyrir fólk á aldrinum 16-25 ára. Þar eru Jafningafræðslan og hópastörf starfrækt. Hitt húsið hvetur ungt fólk og aðstandendur til að kynna og nýta sér þá aðstöðu og þá möguleika sem eru í boði.

Hjálparsími Rauða Krossins 1717: Gjaldfrjáls sími sem er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis, eða sjálfsvígshugsana. Tilgangurinn með Hjálparsíma Rauða krossins er að vera til staðar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu.

Fjölsmiðjan (http://www.fjolsmidjan.is/): Fjölsmiðjunni er ætlað að starfrækja verkþjálfunar– og framleiðslusetur fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára. Markmiðið er að bjóða fjölþætta verkþjálfun og fræðslustarfsemi því fólki sem þar starfar og greiða fyrir störf þeirra verkþjálfunar og námsstyrk.

Geðhjálp (http://ged10.wordpress.com/): Geðrækt ungs fólks er starfrækt á vegum Geðhjálpar með það að markmiði að auka umræðu um geðheilbrigðismál þessa hóps og gera hana markvissari. Stór liður í verkefninu fyrst um sinn er utanumhald um skipulagningu vegna Alþjóða geðheilbrigðisdagsins sem er haldinn árlega þann 10 okt. Í ár verða málefni ungs fólks verða í brennidepli.

Spegillinn (http://www.spegillinn.is/): Megintilgangur Spegilsins, sem er hagsmunasamtök fyrir Lystarstol/Anorexiu og Lotugræðgi/Bulimiu, er að beita sér fyrir fræðslu, forvörnum og meðferðarúrræðum fyrir átröskunarsjúklinga.

Geðfræðslan