Skip to main content
Geðheilbrigðismál

"Stattu með taugakerfinu"

By maí 27, 2015No Comments

Mænuskaðastofnun
Kæru landsmenn. Nú biðlum við til ykkar eftir aðstoð við að stuðla að framförum á lækningum á taugakerfinu með því að skrifa undir
„Stattu með taugakerfinu“
http://taugakerfid.is/skrifa-undir/
Með undirskrift ykkar hjálpum við öllum þeim sem þjást vegna sjúkdóma og skaða í taugakerfinu og stuðlum að framförum á sviði alþjóðlegra taugavísinda.
Í september n.k. munu Sameinuðu þjóðirnar setja veröldinni ný þróunarmarkmið til næstu 15 ára. Vegna þess freista Íslensk stjórnvöld þess nú að fá einu þeirra markmiða sem sett verða beint að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu. Til að ná eyrum Sameinuðu þjóðanna þarf að sýna fram á mikinn áhuga almennings á þessu máli. Þess vegna biðjum við ykkur að skrifa undir „Stattu með taugakerfinu“ http://taugakerfid.is/skrifa-undir/.
Til stuðnings stjórnvöldum hafa undirrituð félög fólks með sjúkdóma og skaða í taugakerfinu skrifað bréf til aðalritara Sameinuðu þjóðanna ,Ban Ki Moon, þar sem farið er þess á leit að hann beiti sér fyrir því að aðildarríkin samþykki að gera „ aðgerðir í þágu taugakerfisins“ að sjálfstæðu þróunarmarkmiði í haust. Í því sambandi hafa félögin hleypt af stokkunum þessu undirskriftarátaki og skora á Íslendinga að skrifa undir bréfið til aðalritarans með þeim.
Með von um að þið bregðist fljótt og vel við.
Með kveðju og þökkum,
Geðhjálp, Heilaheill, Lauf félag flogaveikra, MND félagið, MS félagið,Mænuskaðastofnun Íslands, Parkinson samtökin og SEM samtök endurhæfðra mænuskaddaðra.

Mænuskaðastofnun