FjarfundirFréttir

Starfsemi Hugarafls hjá MBL – myndband

Hallur Már hjá MBL tók viðtal við Auði Axelsdóttur sem ræddi um starfsemi Hugarafls. Smelltu hér til að sjá fréttina og myndbandið.

 

Auður Ax­els­dótt­ir er fram­kvæmda­stjóri Hug­arafls. mbl.is/​Hall­ur Már

„Þetta er al­gjör­lega nýr heim­ur og það kem­ur mér á óvart hvað tengsl­in geta verið djúp,“ seg­ir Auður Ax­els­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Hug­arafls, en starf sam­tak­ana fer nú að miklu leyti fram í gegn­um fjar­fund­ar­búnað þar sem skjól­stæðing­ar fá aðstoð með sál­ræn vanda­mál. Með aðstoð tækn­inn­ar hef­ur verið hægt að taka á móti nýju fólki í starf­inu og ekki síst úti á landi, sem Auður seg­ir sér­stak­lega ánægju­legt.

Í starfi Hug­arafls er mik­il áhersla lögð á per­sónu­lega aðstoð á jafn­ingja­grund­velli við fólk sem á við geðræn vanda­mál að stríða. Þegar ljóst var að loka þyrfti nýrri aðstöðu sam­tak­anna í Lág­múla í sam­komu­banni þurfti að leita leiða til að halda starf­inu gang­andi á þess­um krefj­andi tím­um þar sem and­legt álag er auðvitað mikið.

Auður seg­ir þó að unga fólkið, svo­kallaðir Ung­hug­ar, hafi ekki verið lengi að finna lausn­irn­ar og nú fari per­sónu­leg viðtöl og stærri fund­ir fram á net­inu. Jafn­framt er opið streymi und­ir forskrift­inni Hug­ar­ró haldið alla föstu­daga þar sem ýmis mál­efni tengd geðheils­unni eru í brenni­depli. Fólki gefst þá færi á að koma spurn­ing­um og vanga­velt­um á fram­færi sem reynt er að svara í beinni út­send­ingu.

Thelma Ásdís­ar­dótt­ir, ráðgjafi og stofn­andi Dreka­slóðar, sat fyr­ir svör­um á föstu­dag­inn og hafa vel á fimmta þúsund manns horft á sam­talið. Hægt er að sjá öll er­ind­in sem hafa verið hald­in hér.

Þung­inn eykst í haust

Þrátt fyr­ir ýms­ar vís­bend­ing­ar um að ástandið hafi áhrif á geð lands­manna seg­ir Auður að aug­ljós­lega séum við skammt kom­in hvað það varðar. „Þetta fer ró­lega af stað finnst mér. Við erum ekki búin að sjá hversu stór þessi hóp­ur er sem leit­ar sér hjálp­ar. Hann er rétt að byrja að leita sér aðstoðar núna og við höld­um að það verði meira í haust,“ seg­ir Auður. Þá skýrist mynd­in hjá mörg­um hvað varðar at­vinnu og nám. Þá er hætt­ara við að fólk fari að finna fyr­ir von­leysi og van­líðan.

Auður seg­ir það líka áhuga­vert að fólk sem sæk­ir sér aðstoð hjá Hug­arafli finni ákveðinn styrk í ástand­inu sem nú er í þjóðfé­lag­inu og víða um heim. Óró­leik­inn geti verið vald­efl­andi, fólki finn­ist það al­veg geta tek­ist á við það sem er að ger­ast og sjái ým­is­legt já­kvætt við þenn­an tíma sem fólki gefst nú til að eyða með fólk­inu sínu eða til að velta fyr­ir sér stöðu sinni í líf­inu.