Skip to main content
Fréttir

Spennandi 10. október framundan

By ágúst 27, 2015No Comments

photoAldþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 10. október.   Vinna er hafin að undirbúningi dagsins hér í Hugarafli og væri gaman að fá sem flesta til að koma að þeim verkefnum sem framundan eru í tengslum við hann.

Meðal annars verðum við með kynningaborð niður í Kringlu á 10. okt þar sem við kynnum allt það frábæra starf sem fer fram hjá okkur.  Svo er verið að leita eftir aðilum til að skrifa greinar í fjölmiðla og einnig er óskað eftir frumsömdum ljóðum sem verða lesin upp í Kringlunni milli klukkan eitt og tvö um daginn.  Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að taka daginn frá og mæta hress og kát á þá dagskrá sem í boði verður.

Endilega komið og takið þátt í undirbúningnum og fjörinu með okkur!