Skip to main content
Greinar

Patch Adams- “Grettur, gól, dans og hlátur!”

By July 30, 2013No Comments

7. júní 2013    | Innlendar fréttir    | 291 orð    | 1 mynd

Grettur, gól, dans og hlátur

• Patch Adams miðlar af reynslu sinni með ást og gleði • Hefur aldrei notað geðlyf til lækninga og hélt námskeið

Litríkur Læknirinn og hugsjónamaðurinn Patch Adams vakti mikla athygli Íslendinga sem sóttu námskeið hans og fyrirlestra í gær. Hann notar gleði og skopskyn og hvetur fólk til að tengjast og hlusta á hvert annað.      

        Litríkur Læknirinn og hugsjónamaðurinn Patch Adams vakti mikla athygli Íslendinga sem sóttu námskeið hans og fyrirlestra í gær. Hann notar gleði og skopskyn og hvetur fólk til að tengjast og hlusta á hvert annað.         — Morgunblaðið/Eggert
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Bandaríski læknirinn, rithöfundurinn, hugsjónamaðurinn og trúðurinn Patch Adams er nú staddur hér á landi í boði Hugarafls, samtaka geðsjúkra, en þau eiga tíu ára afmæli.
Ásdís Ásgeirsdóttirasdis@mbl.isBandaríski læknirinn, rithöfundurinn, hugsjónamaðurinn og trúðurinn Patch Adams er nú staddur hér á landi í boði Hugarafls, samtaka geðsjúkra, en þau eiga tíu ára afmæli. Adams er þekktur fyrir óhefðbundnar lækningaaðferðir, þar sem leikur, skopskyn og gleði er í fyrirrúmi.

Ferðast um heiminn

Adams hélt í gær námskeið þar sem 60 manns tóku þátt í hvers kyns æfingum og síðar um kvöldið hélt hann fyrirlestur í Þjóðleikhúsinu fyrir fullum sal. Adams, sem Robin Williams lék eftirminnilega í kvikmyndinni Patch Adams frá 1998, ferðast um gjörvallan heim með fyrirlestra sína. Hann notar engin lyf við geðsjúkdómum og hefur aldrei gert, en leggur áherslu á hamingju og ást.

 

„Vertu húsgagn“

Á námskeiðinu stjórnaði Adams hinum ýmsu æfingum og leikjum þar sem fólk átti að tjá sig með gleði og tengjast sín á milli. Íslendingar sem þar mættu voru ekki feimnir við að gretta sig, góla, faðmast, dansa og hlæja. Adams, sem er afar óvenjulegur að öllu leyti, notar ekki tölvu en svarar mörg hundruð bréfum á mánuði frá öllum heimshornum. „Það er mjög hjálplegt ef þið skrifið á ensku,“ sagði hann áður en hann bað fólk að „vera“ húsgagn.

 

Adams, sem er með grátt og blátt hár í tagli niður á bak, klæddist skræpóttum buxum, neon strigaskóm og litríkri skyrtu, en það eru hans „venjulegu“ föt. Hann klæðist þessu markvisst til að tengjast fólki og byrjar ávallt samræður við hvern sem er, hvar sem er. Hann nefndi dæmi um hvernig fólk forðast hvert annað í lyftu og mælir með að bjóða ókunnugum þar baknudd.

Einmanaleikinn verstur

Þegar búið var að losa um hömlur hóf hann fyrirlestur um hvernig mætti vinna bug á einmanaleika, leiðindum og ótta, en Adams telur að fólk eigi að velja hamingju og hlusta á annað fólk.