Skip to main content
Fréttir

Patch Adams

By júní 4, 2013No Comments

Patch_adams_hugarafl

Ykkur er hér með boðið að taka þátt í vinnusmiðju með Patch Adams á vegum Hugarafls, 6.júní 12.00-16.00, í sal KFUM og KFUK við Holtaveg 28, 104 Reykjavík.

Þátttökugjald 15.000kr. Léttar veitingar innifaldar. Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að efla sjálfan sig í starfi og leik og viljum við hvetja ykkur til að missa ekki af þessu. Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst á audur.axelsdottir@heilsugaeslan.is. Það eru takmörkuð pláss á vinnusmiðjuna svo hér gildir lögmálið „fyrstir koma fyrstir fá“.

Vinnusmiðjan heitir „Living a life of joy“ sjá lýsingu hér fyrir neðan.

„Two hour lecture or three-to-four hour workshop using an hour of exercises, an hour of ideas on being happy and the remainder to explore the audacious idea of never having another bad day. Patch discusses how to discover the incredible thrill of choosing to live everyday with joy. The focus of this lecture/workshop is life as a choice.“

Nokkur orð um Patch Adams:

Hann lærði læknisfræði og var kennurum sínum og skólastjórn erfiður þegar hann reyndi að lífga upp á námið og umönnun sjúklinga með kærleik og húmor að vopni. Trúðsnef og fíflalæti féllu sjúklingum vel í geð.

Sem læknir vill hann gefa sjúklingum sínum tíma og meðhöndla sem manneskjur en ekki sem bilaðar vélar. Patch stofnaði seinna „Gesundheit“ stofnun/sjúkrahús, eða kannski réttara að kalla það samfélag. Þar geta allir komið og notið læknisþjónustu, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir. Allir á staðnum eru jafnir, hvort sem það eru læknar, notendur/sjúklingar, hjúkrunarfólk, kokkar eða ræstingafólk. Framlag allra er jafnt metið.

Starfsfólk gefur vinnuna sína og ætíð er biðlisti að komast að sem læknir þar. Lögð er áhersla á óhefðbundnar lækningar, samhliða þeim hefðbundnu og alltaf lagt mikið upp úr kærleik og húmor.

Hugarafl hefur alltaf unnið eftir sömu hugmyndafræði og varpað ljósi á bataferli geðsjúkra í gegnum valdeflingu. Allir eru jafnir, fjölbreytileikinn er hátt skrifaður, virðing og kærleikur hiklaust notaður í starfinu öllu. Það er því stórkostlegt tækifæri fyrir okkur að fá Patch Adams  í heimsókn á 10 ára afmæli Hugarafls. Við viljum að sem flestir fái að njóta þessa einstaka atburðar og bjóðum því almenningi að gleðjast með okkur!  Einnig er bent á fyrirlestur Patch Adams í Þjóðleikhúsinu 6.júní kl.19:30, sjá midi.is/leikhús. Sjá meðfylgjandi mynd, má gjarnan dreifaJ!

Með kærri kveðju!!

Auður Axelsdóttir Hugarafli