Skip to main content
Fréttir

Kynning fyrir nýliða á mánudögum kl. 13.00-15.00

By janúar 11, 2015No Comments

Kynning fyrir nýliða fer fram á mánudögum kl.13.00-15.00. Mælt er með að nýliðar sem hafa brennandi áhuga á starfssemi Hugarafls og kjósa að nýta starfið í sínu bataferli, mæti á mánudögum í um það bil einn mánuð og komi einnig á nýliðafundi á miðvikudögum kl.11.00-12.00.

Á mánudögum verður starfssemin kynnt vel frá öllum hliðum, farið vel hugmyndafræði valdeflingar og batamódelsins, verkefni kynnt og annað starf í húsinu.

Á nýliðafundum á miðvikudögum fer fram persónuleg umræða um stöðu mála hjá þeim sem kjósa að tjá sig. Nýliðar hafa tækifæri til að kynna sig og kynnast hópnum.

Hafir þú áhuga vinsamlegast skráðu þig á hugarafl@hugarafl.is.