Skip to main content
Fréttir

Nýjir tímar hjá Hugarafli

Það er alltaf nóg að gerast hjá okkur og áframhaldandi þróun í starfshópnum sem og starfseminni ?
Fyrr í sumar byrjaði Gróa Björg Gunnarsdóttir hjá okkur og mun hún sinna markaðs og kynningarstöfrum. Gróa mun koma víða við og koma að mörgum verkefnum. Hugarafl býður hana hjartanlega velkomna.?
Árni Steingrímsson hefur látið af störfum hjá Hugarafli. Skilja þar með leiðir Hugarafls og Árna eftir farsælt og gæfuríkt samstarf. Hugarafl óskar Árna velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni og þakkar fyrir samfylgdina.
Hákon Leifsson (Tumi) gestalt therapisti, lauk einnig störfum hjá Hugarafli á vormánuðum. Hugarafl þakkar kærlega fyrir gjöfult og gæfuríkt samstarf til margra ára og óskar Hákoni farsældar í nýjum verkefnum.?
Við erum spennt að segja frá því að Kristín Stefánsdóttir iðjuþjálfi bætist í hópinn 1.september. Við hlökkum til að fá hana inn í starfið.